Beint líknardráp

Beint líknardráp er aðferð til að hjálpa sjúklingi deyja af eigin vilja með virðingu og á mannúðlegan hátt. Munurinn á beinu og óbeinu líknardrápi er sá að í óbeinu líknardrápi er bara hætt að meðhöndla banvænan sjúkdóm þar sem í beinu líknardrápi eru teknar virkar aðgerðir til að deyða sjúklinginn. Í langflestum löndum er beint líknardráp ólöglegt (undantekningar eru Belgía og Holland) þar sem óbeint líknardráp er löglegt í fleiri löndum, t.d. á Bretlandi, Spáni, í Danmörku, Finnlandi, Frakklandi og Noregi. Í sumum löndum þar sem beint líknardráp er ólöglegt er heimilt að aðstoða fólk að fremja sjálfsmorð ef það vill, t.d. í Sviss, Svíþjóð og Þýskalandi.

     Beint líknardráp löglegt      Óbeint líknardráp löglegt      Alls konar líknardráp ólöglegt      Óvisst lagalegt ástand

Tengt efniBreyta

TenglarBreyta

   Þessi samfélagsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.