Icesave mótmælin
'Skáletraður texti'== Icesave mótmælin == Icesave mótmælin urðu til vegna óánægju almennings á Íslandi með þá samninga[1]sem til stóð að gera við Breta um að íslenska ríkið og íslensk þjóð myndu greiða Bretum og Hollendingum skaðabótagreiðslur vegna svonefndra Icesave-reikninga Landsbanka Íslands [2] í Bretlandi og Hollandi.
InDefence
breytaHópur einstaklinga, sem gekk undir nafninu InDefence [3], vakti fyrst athygli á þeim gríðarlegu skuldbindingum[4], sem þessir samningar myndu hafa í för með sér fyrir íslenska þjóð. Almenningi ofbauð ranglæti þessara fyrirhuguðu samninga og upp spruttu hópar sem boðuðu mótmælaaðgerðir.
Mótmælin sjálf
breytaMótmæli voru skipulögð og sögðu skipuleggjendur að þau myndu halda áfram þar til Alþingi hefði tekið Icesave samningsdrögin fyrir. Hátt í þúsund manns [5] söfnuðust saman fyrir framan Alþingishúsið þann 8. júní og þrátt fyrir að mótmælin hefðu að mestu farið friðsamlega fram að þá voru 5 handteknir fyrir að óhlýðnast lögreglu.
Fimm einstaklingar handteknir
breytaLögreglan handtók fimm mótmælendur við Alþingishúsið þann 8. júní 2009 sökum þess að fólkið vildi ekki fara að fyrirmælum lögreglu. Mótmælendur vildu þó ekki meina að þau hefðu verið að gera neitt ólöglegt og mótmælin hefðu farið friðsamlega fram.
„Húsið er okkar“
breytaHópur fólks ruddist inn í Fríkirkjuveg 11 í mótmælaskyni og hrópaði: „Húsið er okkar“ og dró gulan fána að húni. Daginn eftir mættu um hundrað manns á Austurvöll til að mótmæla. Mótmælin héldu áfram þó þau væru almennt frekar fámenn, svo sem þann 15. júní en þá mynduðu mótmælendur hávaða með því að berja í potta og pönnur. Þann 16. júní höfðu 1.000 manns boðað komu sína á Austurvöll. Einstaklingar, eins og Frosti Sigurjónsson[6] nýttu sér einnig fjölmiðla til þess að vekja almenning til meðvitundar um hvað samningar þessir myndu þýða með slagorðum eins og „Milljón í verðlaun...“[7]
Mótmælt á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní
breytaNokkrir mótmælendur mættu með skilti niður á Austurvöll í morgun á sjálfan þjóðhátíðadaginn 17. júní. Trufluðu þeir nokkuð ræðu forsætisráðherra með hrópum og köllum. Lögregla segir þó allt fara vel fram.
Lögreglan hafði undirbúið sig fyrir mótmæli og var Austurvöllur vel mannaður. Stóð lögreglan allt í kringum aðalsvæði vallarins og hafði vakandi auga með öllu. Sagði hún að fólk hefði hagað sér vel og enginn hefði verið læti þótt eitthvað hefði verið um framíköll.
Hagsmunasamtök heimilanna boða setuverkfall
breytaSamtök fólks, sem kalla sig Hagsmunasamtök heimilanna, boðuðu friðsamleg mótmæli kl. 15:00 laugardaginn 17. júní 2009. Almenningur var hvattur til þess að setjast niður hvar sem viðkomandi væri staðsettur kl. 15:00 á þjóðhátíðardaginn, hvort heldur væri á gangstéttina, grasið eða á götuna. Fjölskyldur voru hvattar til þess að setjast niður saman með börnunum sínum og að haldast í hendur. Aðgerðirnar skyldu minna á að þúsundir íslenskra fjölskyldna myndu missa heimili sín á næstu vikum vegna Icesave skulda fjárglæpamanna sem hvíldu á Íslenskum almenningi og fjölskyldum. Hópurinn, sem var að mótmæla Icesave-samningunum og fyrirhugaðri umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, truflaði ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra með hrópum og framíköllum.
Lögreglan hafði undirbúið sig vel fyrir þessi mótmæli á Austurvelli þennan fyrsta þjóðhátíðardag eftir hrun og var með fjölmennt lögreglulið sem var við öllu búið. Utan framíkallanna fóru mótmælin þó vel fram.
Mótmælin taka á sig nýja mynd
breyta„Börnin munu borga“
breytaÞann 10. ágúst tóku mótmælin á sig nokkuð nýja mynd þegar efnt var til mótmæla fyrir utan þinghúsið undir yfirskriftinni „Börnin munu borga“.
Fólk mótmælir okurlánastarfsemi og blekkingum bankanna
breytaSamkvæmt talningu, þann 16. janúar 2010, mættu tæplega 400 manns á Austurvöll þann dag. Fólk vildi mótmæla okurlánastarfsemi og blekkingum bankanna. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi frá Akranesi og Guðrún Dadda Ásmundardóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtök heimilinna tóku til máls en Lúðvík Lúðvíksson, frá samtökunum Nýtt Ísland, stjórnaði fundinum.
Á þessum fundi var forusta verkalýðsins gagnrýnd harkalega fyrir að snúast um eitthvað allt annað en umbjóðendurna, hún væri of tengd valdakerfi stjórnmálaflokka og lífeyrissjóðakerfið væri ólýðræðislegt. Vilhjálmur ræddi einnig Icesave málið við góðar undirtektir funndarmanna.
Ríkisstjórn Íslands skrifar undir
breytaÞann 19. október 2009 skrifaði ríkisstjórn Íslands[8] undir samning um greiðslur vegna tjóns af völdum Icesave ásamt fulltrúum Breta og Hollendinga. Hópur fólks stóð fyrir mótmælum þann 21/11 fyrir utan Stjórnarráð Íslands[9] og síðan voru mótmælin flutt yfir á Austurvöll. Þar héldu mótmælin áfram þann daginn. Síðan voru fyrirhuguð mótmæli aftur á Fullveldisdaginn þann 1. des. Rauður vettvangur boðaði til mótmæla þann 30. desember 2009 á Austurvelli[10] og einnig fyrir utan Bessastaði 31. desember[11].
Ítarlegra um hvað gerðist í hverjum mótmælum fyrir sig
breytaRíkisstjórnin
breytaFrumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi þann 30. desember með 33 atkvæðum gegn 30. Þrátt fyrir það fór það svo að einungis á fjórða tug mótmælenda mættu fyrir utan Bessastaði á gamlársdag. Óljóst var hvort forsetinn myndi staðfesta lögin strax á ríkisráðsfundinum 2009 [12] eða hvort hann tæki sér tíma til umhugsunar.
Forsvarsmenn InDefence hópsins óskuðu eftir fundi með forsetanum[13] og var þeim sagt að þeir myndu verða boðaðir á slíkan fund. 46 þúsund manns höfðu þá skrifað undir áskorun þess efnis að Ólafur Ragnar staðfesti ekki lögin.
Forseti Íslands vísar lögunum áfram til þjóðarinnar
breytaÞann 5. janúar 2010 synjaði[14] forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, að staðfesta lögin og vísaði Icesave-lögunum, sem Alþingi hafði samþykkt þann 30. desember 2009 áfram til þjóðarinnar til staðfestingar eða synjunar. Eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var ljóst að það var þá frumskylda ríkisstjórnarinnar, samkvæmt stjórnarskránni. að undirbúa og boða til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan
breytaÞann 6. mars 2010 fór svo fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem eftirfarandi spurning var lögð fyrir íslensku þjóðina: „Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?"
Alþingi göturnar
breytaBoðað var til mótmælaaðgerða á kosningadag, þann 06. mars og skyldu mótmælin hefjast á kröfugöngu. Mótmælendur gengu niður Laugaveginn og endaði svo gsngan fyrir framan Alþingi Íslendinga. Þar var haldin útifundur, þar sem krafan var að þjóðin myndi hafna lögunum. Um eitt þúsund manns söfnuðust saman á Austurvelli, þar sem Alþingi götunnar var sett. Þau samtök sem stóðu að mótmælafundinum á Austurvelli, voru til dæmis Hagsmunasamtök heimilanna, Nýtt Ísland og Siðbót. Þarna voru settar fram yfirlýsingar um að Alþingi götunnar myndi berjast fyrir leiðréttingu lána, afnámi verðtryggingar og fleiri málum. Alþingi götunnar lýsti einnig yfir andstöðu við samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þarna mátti sjá skilti þar sem Icesave-samningum var mótmælt.
Mótmæli í Osló
breytaMótmælin fóru ekki bara fram á Íslandi, heldur tóku félagar í Attac Norge sér stöðu fyrir framan sendiráð Íslands í Osló í hádeginu, þann 06. 03. 2010, til að styðja þá Íslendinga sem kjósa nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Þeir héldu á borða sem á stóð: Kjósum gegn skuldaþrælkun! AGS frá Íslandi!
Þjóðin hafnar lögunum
breytaÍ þjóðaratkvæðagreiðslunni hafnaði[15] íslenska þjóðin umræddum lögum nr. 1/2010.
Heimildir
- ↑ https://www.forsaetisraduneyti.is/verkefni/verkefnum-lokid/adgerdir/icesave/nr/4576
- ↑ is.wikipedia.org/wiki/Landsbanki_Íslands
- ↑ https://is.wikipedia.org/wiki/InDefence
- ↑ http://www.mbl.is/media/27/1527.pdf
- ↑ http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=291294&pageId=4275459&lang=is&q=Icesave%20M%D3TM%C6LI%20Icesave
- ↑ https://frostis.is/um-frosta/
- ↑ http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/milljon-i-verdlaun-fyrir-ad-vera-med-mestan-havada-i-icesave-motmaelum-a-morgun
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1315752/
- ↑ http://www.mbl.is/frettir/innlent/2009/11/21/motmaela_icesave/
- ↑ http://raudurvettvangur.blog.is/blog/raudurvettvangur/entry/997935/
- ↑ http://www.visir.is/boda-til-motmaela-vid-bessastadi/article/2016160408972
- ↑ https://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/3897
- ↑ http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1315752/
- ↑ http://www.visir.is/forsetinn-visar-icesave-logum-til-thjodarinnar/article/2010899803074
- ↑ http://eyjan.pressan.is/frettir/2010/03/07/thjodaratkvaedagreidslan-oll-atkvaedi-hafa-verid-talin-taeplega-135-thusund-kjosendur-hofnudu-icesave-logunum/