Fríkirkjuvegur 11 er hús sem Thor Jensen, athafnamaður, lét reisa á árunum 1907-1908. Húsið þykir vera með glæsilegegri timuburhúsum í Reykjavík. Við það stendur frægur garður, sem nefndur er Hallargarðurinn og mun vera fyrsti sérhannaði almenningsgarðurinn í höfuðborginni. Húsið var friðað árið 1978, og árið 2008 var það selt Björgólfi Thor Björgólfssyni. Um það spunnust töluverðar deilur.

Húsið við Fríkirkjuveg 11 var byggt árið 1908 af Thor Jensen.

Byggingarsaga

breyta

Thor Jensen hafði mikinn áhuga á húsasmíðum, og segir frá því í æviminningum sínum, að hann hafi farið í Landsbókasafnið og fengið lánaðar bækur um húsagerðarlist. Hann fékk í framhaldi af því Einar Erlendsson arkitekt til að gera uppdrætti að húsinu og var byggingarefni pantað frá Svíþjóð árið 1906.

Þegar húsið var fullbúið bjó Thor Jensen í húsinu ásamt fjölskyldu sinni til ársins 1937, en flutti þá lögheimili sitt að Lágafelli í Mosfellssveit. Eftir það bjó einn af sonum Thors í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Árið 1942 eignaðist Góðtemplarareglan húsið, en árið 1963 komst það í eigu Reykjavíkurborgar. Yfirsmiður var Steingrímur Guðmundsson, sem þá þótti einn vandvirkasti smiður sem þá starfaði í Reykjavík. Skrautmálun í miðgangi gerði Engilbert Gíslason málari.

Útlit og nýjungar

breyta

Húsið er í ítölskum villustíl með klassísku skrauti sem keypt var frá Danmörku, en þar má t.d. nefna hinar jónísku súlur og endurreisnarpílárana. Gluggarnir eru í sveitserstíl, og hin séríslenska aðferð að klæða hús með bárujárni er látin renna saman við hinar klassísku stílgerðir. Þykir það hafa heppnast einstaklega vel.

Ýmsar nýjungar tengdust húsinu. Vatnslögn var í húsinu, og var fyrsta hús í Reykjavík sem þannig var byggt. Thor lét grafa og sprengja u.þ.b. þriggja til fjögurra metra djúpan brunn og múra hann að innan. Úr brunninum var vatni dælt í vatnsgeymslu í kjallaranum sem síðan var dælt inn á vatnslagnakerfi hússins. Einnig var lagt fyrir rafmagni í húsið en það var framleitt með ljósavél.

Herbergjaskipan og breytingar

breyta

Húsið er tvílyft og í því eru 15 herbergi, 6 niðri, ásamt eldhúsi, og 9 á efri hæðinni, 8 svefherbergi og lestrarstofa fyrir börnin. Engar breytingar hafa verið gerðar á húsinu frá upphafi nema að samkomusalur í kjallara var dýpkaður þegar Templarar áttu húsið. Húsið var tekið til gagngerra endurbóta að utan árið 1973-74, en umfangmestu breytingarnar fóru fram innanhús á árunum 1985-1989 á vegum Leifs Blumenstein.

Húsið komst í eigu Reykjvíkuborgar 1963, en Æskulýðsráð Reykjavíkur fékk húsið til afnota árið 1964, en húsið þjónaði bæði sem skrifstofa og æskulýðsmiðstöð fyrir ráðið til ársins 1986. Sama ár sameinuðust Æskulýðsráð Reykjavíkur og Íþróttaráð Reykjavíkur undir nafninu Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur (ÍTR).

Sala hússins 2008

breyta

Samkvæmt fréttablaði ÍTR Táp og Fjör í nóvember 2006, kom hugmyndin að sölu hússins upphaflega frá Birni Inga Hrafnssyni, þáverandi formanni ÍTR sem þá hafði aðstöðu í húsinu. Þegar síðan var farið að tala um það almennt að af sölunni yrði, urðu þó nokkrar deilur um söluna, sérstakelga vegna Hallargarðsins. En árið 2008 gekk salan í gegn, og kaupandinn var Björgólfur Thor Björgólfsson, barnabarnabarn Thors Jensens. Skráður eigandi þess er þó Novator F11 ehf. Söluverð hússins var 650 milljónir, og var kaupverðið staðgreitt þann 1. júlí. [1]

Tilvísanir

breyta
  1. eyjan.is

Tenglar

breyta

64°8′36.85″N 21°56′20.22″V / 64.1435694°N 21.9389500°V / 64.1435694; -21.9389500

   Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.