Norræni loftslagssjóðurinn
Norræni loftslagssjóðurinn (e. Nordic Climate Facility, NCF) er fjárvörslusjóður sem rekinn er af Norræna þróunarsjóðnum veitir styrki til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í lágtekjuríkjum.[1]
NCF sem stofnað var til árið 2009, er starfræktur í samstarfi Norræna þróunarsjóðsins og Norræna umhverfisfjármögnunarfélagsins. Að endingu heyrir hann undir Norrænu ráðherranefndina.
Framkvæmd
breytaStyrkir NCF eru á bilinu 250.000 til 500.000 evrur til loftslagstengdra verkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Auk þess koma oft framlög frá ýmsum öðrum til verkefna sem sjóðurinn styrkir. Skilyrði fyrir veitingu styrks er að hægt sé að framkvæma verkefnin á tveimur árum.[2] Valin eru verkefni sem stuðla að framgangi sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna. [3]
Ríki sem geta notið stuðnings
breytaNorræni loftslagssjóðurinn fjármagnar verkefni í 21 ríki:[4]
- Í Afríku: Benín, Búrkína Fasó, Eþíópía, Gana, Kenía, Malaví, Mósambík, Rúanda, Senegal, Tansanía, Úganda og Sambía.
- Í Mið-og Suður Ameríku: Bólivía, Hondúras og Níkaragva.
Tenglar
breyta- Enskur vefur Norræni loftslagssjóðsins (NCF) (e. Nordic Climate Facility)
- Norræni þróunarsjóðurinn
- Kynning Emeli Möller forstöðumanns Norræna loftslagssjóðsins á fundi Íslandsstofu 31. maí 2018: NCF - Climate as Business[óvirkur tengill]
- Íslenskur vefur um Norrænt samstarf á vegum Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar.
- Norræna ráðherranefndin
Tilvísanir
breyta- ↑ The Nordic Climate Facility (NCF) (2021). „About NCF“. The Nordic Climate Facility (NCF). Sótt 6. mars 2021.
- ↑ Norræna ráðherranefndin (2011). „7 norrænar sögur (2011)“ (PDF). Norræna ráðherranefndin. bls. 30-34. Sótt 5. mars 2021.
- ↑ The Nordic Climate Facility (NCF) (2021). „About NCF“. The Nordic Climate Facility (NCF). Sótt 6. mars 2021.
- ↑ The Nordic Climate Facility (NCF) (2021). „About NCF“. The Nordic Climate Facility (NCF). Sótt 6. mars 2021.