Norræni loftslagssjóðurinn

Norræni loftslagssjóðurinn (e. Nordic Climate Facility, NCF) er fjárvörslusjóður sem rekinn er af Norræna þróunarsjóðnum veitir styrki til nýsköpunarverkefna sem ætlað er að sporna gegn áhrifum loftslagsbreytinga í lágtekjuríkjum.[1]

Mynd af fánum Norðurlandanna
Norræni loftslagssjóðurinn er fjárvörslusjóður á vegum Norræna þróunarsjóðsins.

NCF sem stofnað var til árið 2009, er starfræktur í samstarfi Norræna þróunarsjóðsins og Norræna umhverfisfjármögnunarfélagsins. Að endingu heyrir hann undir Norrænu ráðherranefndina.


Framkvæmd

breyta
 
Norræni loftslagssjóðurinn styrkir verkefni sem stuðla að framgangi sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Styrkir NCF eru á bilinu 250.000 til 500.000 evrur til loftslagstengdra verkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Auk þess koma oft framlög frá ýmsum öðrum til verkefna sem sjóðurinn styrkir. Skilyrði fyrir veitingu styrks er að hægt sé að framkvæma verkefnin á tveimur árum.[2] Valin eru verkefni sem stuðla að framgangi sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna. [3]

Ríki sem geta notið stuðnings

breyta

Norræni loftslagssjóðurinn fjármagnar verkefni í 21 ríki:[4]

Tenglar

breyta


Tilvísanir

breyta
  1. The Nordic Climate Facility (NCF) (2021). „About NCF“. The Nordic Climate Facility (NCF). Sótt 6. mars 2021.
  2. Norræna ráðherranefndin (2011). „7 norrænar sögur (2011)“ (PDF). Norræna ráðherranefndin. bls. 30-34. Sótt 5. mars 2021.
  3. The Nordic Climate Facility (NCF) (2021). „About NCF“. The Nordic Climate Facility (NCF). Sótt 6. mars 2021.
  4. The Nordic Climate Facility (NCF) (2021). „About NCF“. The Nordic Climate Facility (NCF). Sótt 6. mars 2021.