Kathy Hochul
57. fylkisstjóri New York
Kathleen Courtney Hochul (f. 27. ágúst 1958) er bandarísk stjórnmálakona og lögfræðingur úr Demókrataflokknum sem er núverandi fylkisstjóri New York og fyrst kvenna til að gegna því embætti. Hochul var áður varafylkisstjóri New York frá 2015 til 2021 en tók við embætti fylkisstjóra eftir afsögn Andrews Cuomo í ágúst 2021.[1][2]
Kathy Hochul | |
---|---|
Fylkisstjóri New York | |
Núverandi | |
Tók við embætti 24. ágúst 2021 | |
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir 26. kjördæmi New York | |
Í embætti 1. júní 2011 – 3. janúar 2013 | |
Persónulegar upplýsingar | |
Fædd | 27. ágúst 1958 Buffalo, New York, Bandaríkjunum |
Þjóðerni | Bandarísk |
Stjórnmálaflokkur | Demókrataflokkurinn |
Maki | Bill Hochul (g. 1984) |
Börn | 2 |
Háskóli | Syracuse-háskóli (BA) Kaþólski háskólinn í Bandaríkjunum (JD) |
Starf | Lögfræðingur, stjórnmálamaður |
Undirskrift |
Hochul var endurkjörin fylkisstjóri New York í kosningum í nóvember 2022.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Hólmfríður Gísladóttir (24. ágúst 2021). „Kathy Hochul ríkisstjóri New York fyrst kvenna“. Vísir. Sótt 29. ágúst 2021.
- ↑ Fanndís Birna Logadóttir (24. ágúst 2021). „Kathy Hochul fyrsti kvenkyns ríkisstjóri New York“. Fréttablaðið. Sótt 29. ágúst 2021.
- ↑ „Kathy Hoschul áfram ríkisstjóri New York“. mbl.is. 9. nóvember 2022. Sótt 10. nóvember 2022.
Þessi stjórnmálagrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.