Mayon
Mayon er eldfjall á Filippseyjum, það virkasta í landinu. Það hefur fjöldaoft gosið á undanförnum öldum, ekki síst á 20. öld. Fjallið er þjóðgarður í dag.
Lega og lýsing
breytaMayon liggur nær syðst á eyjunni Lúson, tíu kílómetra frá Albayflóa og tólf kílómetra frá borginni Legazpi, sem liggur við sama flóa. Mayon er eldkeila og ákaflega regluleg sem slík. Hallinn er nokkuð stöðugur í 35-40°. Gos undanfarinna alda hafa framleitt öskustrauma og hraun sem runnu nokkuð veginn jafn niður hlíðar fjallsins og myndað reglulega keilu.
Gossaga
breytaMayon er hluti af eldhringnum í Kyrrahafi og myndaðist við það að Kyrrahafsflekinn ýtist undir Filippseyjaflekann. Talið er að fjallið hafi gosið 48 sinnum síðustu 400 ár eða frá því að Spánverjar komu til eyjanna. Fyrsta skráða gosið átti sér stað í febrúar 1616, en það var hollenskur sæfari, Joris van Spilbergen sem það gerði á hnattsiglingu sinni. Á nýlendutíma Spánverja hefur fjallið margoft gosið. Eitt mesta gosið varð í febrúar 1814. Öskulag gróf bæinn Cagsawa. Stórt svæði eyðilagðist undir 9m þykku öskulagi. 2.200 innfæddir af ættbálki Albay létust, en það er mesta mannfall sem Mayon hefur orsakað. Gos þetta, ásamt stórgosinu í Tambora 1815, mun hafa orsakað „árið án sumars“ 1816. Mesta gos í fjallinu var 1897 en þá rigndi ösku og eldi í sjö daga samfleytt. Bærinn Bacacay grófst undir 15 metra hraunlagi. Eitt hundrað manns létu lífið í bænum Líbon. Mýmörg gos voru skráð á 19. og 20. öld. 1984 voru 73 þúsund manns fluttir á brott er stórt svæði var rýmt í gosi. Í gosi 1993 létust 77 manns í öskustraumi niður hlíðar fjallsins, aðallega bændur. Síðustu gos í Mayon áttu sér stað 2000, 2001, 2006, 2008 og 2009-10.
Gosið 2006
breyta18. júlí 2006 hófst gos í Mayon á ný. Nokkrum dögum síðar var ákveðið að rýma svæði í kringum eldfjallið. Fyrst voru 20 þúsund manns fluttir á brott en síðar voru þeir orðnir 40 þús. Eldfjallafræðingar bjuggust við hamförum en gosið reyndist vera frekar lítið miðað við það sem áður hafði gerst. Gosinu lauk 25. október en 30. nóvember gekk fellibylurinn Durian yfir svæðið. Í úrhellinnu sem honum fylgdi myndustu aurstraumar úr nýfallinni öskunni og grófu þeir minnst 1.266 manns. Margra í viðbót var saknað. Austraumar náðu að borginni Legazpi og eyðilögðu heil hverfi. Miðborgin slapp að vísu við straumana, en urðu illa útí í vatnsflaumum. Um milljón manns urðu heimilislausir.
Gosið 2009-10
breyta28. október 2009 hófst gos í Mayon á ný. Yfirvöld ákváðu fljótlega að rýma svæði sem næði 8 km radíus frá fjallinu. Tæplega 50 þúsund manns voru fluttir á brott og urðu þeir að gista í sérstökum eldfjallabúðum sem komið var upp fyrir þá. Vandamálið var að ekki gegndu allir rýmingarskyldunni og urðu eftir, minnugir þess að lítið gerðist í gosinu 2006. Einnig var mikið um það að útlendingar réðu sér innfædda leiðsögumenn til að komast nær fjallinu til að ljósmynda og skoða. Tekið var til bragðs að fá herinn til að sjá um að loka leiðum að fjallinu og sinna eftirliti. Auk þess var vatni og rafmagni lokað á bæi við fjallið til að letja fólk að vera um kyrrt. Gosið sjálft var þó með minna móti. Hraun rann niður hlíðar fjallsins og aska dreifðist um tiltölulega lítið svæði. Hamfarirnar sem eldfjallafræðingar spáðu fyrir um urðu ekki að þessu sinni. Gosið stóð yfir fram í janúar 2010.
Vöktun
breytaMayon er virktasta eldfjall Filippseyja og er það mikið kappsmál fyrir eldfjallafræðinga að fylgjast vel með því. Það er filippínska eldfjallastofnunin, PHIVOLCS, sem sér um rannsóknir og vöktun fjallsins. Vaktstöðin er á Lignon-hæð í tíu kílómetra fjarlægð frá gígnum. Ýmis mælitæki frá hlíðum fjallsins, svo sem skjálftamælar, senda rafræn skilaboð til vaktstöðvarinnar. Árið 2000 var Mayon gert að þjóðgarði.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Mayon Volcano“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 12. janúar 2013.
Tenglar
breyta- Upplýsingasíða um göngur á Mayon Geymt 8 ágúst 2012 í Wayback Machine