CNN
CNN (stendur fyrir Cable News Network) er bandarísk sjónvarpsstöð sem sendir út um gervihnött og kapalkerfi. Stöðin er í eigu Turner Broadcasting System sem er innan Time Warner-samstæðunnar. CNN var fyrsta fréttastöðin í Bandaríkjunum og sú fyrsta sem sendi út fréttir allan sólarhringinn. Stöðin hóf útsendingar 1. júní 1980.