1730
ár
(Endurbeint frá MDCCXXX)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1730 (MDCCXXX í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 17. desember - Henrik Ochsen var gerður stiftamtmaður.
- Oddur Sigurðsson lögmaður hlaut uppreist æru hjá konungi og deilur hans og Jóhanns Gottrup lauk svo að Jóhanni var gert að skila Oddi aftur jörðum og fjórtán fiskibátum.
Fædd
Dáin
- 7. janúar - Árni Magnússon handritasafnari og prófessor (f. 1663).
- 11. október - Niels Kier, lögmaður sunnan og austan.
Erlendis
breyta- 26. febrúar - Anna Ivanovna varð keisaraynja Rússlands eftir lát frænda síns, Péturs 2.
- 28. febrúar - Vitus Bering sneri aftur til St. Pétursborgar frá könnunarleiðangri á Kamsjatka.
- 9. mars - Íran og Ottómanveldið fóru í stríð þegar Nader Khan íranskur hershöfðingi hélt frá borginni Shiraz og vestur.
- 8. júlí - Jarðskjálfti varð við Valparaíso í Síle af stærðinni 9,1.
- 12. júlí - Klemens 12. var kjörinn páfi. Hann var 78 ára og sat á páfastóli í nær 10 ár.
- 5. ágúst - Friðrik prins (síðar Friðrik mikli konungur) Prússlands reyndi að flýja til Englands eftir að hafa yfirgefið prússneska herinn. Hann var fangelsaður í eitt ár og sleppt eftir fyrirgefningu föður síns. Hans Hermann von Katte, lautinant, sem flúði með Friðriki, var tekinn af lífi.
- 1. september - Eldgos varð á Lanzarote á Kanaríeyjum.
- 9. desember - Fyrsta ritaða heimildin um Frímúrararegluna birtist í The Pennsylvania Gazette í grein eftir Benjamin Franklin.
Fædd
- 13. maí - Charles Watson-Wentworth, markgreifi af Rockingham, forsætisráðherra Bretlands. (d. 1782)
- 26. júní - Charles Messier, franskur stjörnufræðingur. (d. 1817)
Dáin
- 29. janúar - Pétur 2. Rússakeisari (f. 1715).
- 21. febrúar - Benedikt 13. páfi (f. 1649).
- 12. október - Friðrik 4. konungur Íslands og Danmerkur.