Anna Rússakeisaraynja

(Endurbeint frá Anna Ivanovna)

Anna Ívanovna (7. febrúar 1693 – 28. október 1740) var ríkisstjóri hertogadæmisins Kúrlands frá 1711 til 1730 og keisaraynja Rússlands frá 1730 til 1740.

Skjaldarmerki Rómanovættin Keisaraynja Rússlands
Rómanovættin
Anna Rússakeisaraynja
Anna
Ríkisár 30. janúar 173028. október 1740
SkírnarnafnAnna Ívanovna Rómanova
Fædd7. febrúar 1693
 Moskvu, Rússlandi
Dáin28. október 1740 (47 ára)
 Sankti Pétursborg, Rússlandi
GröfDómkirkja Péturs og Páls, Sankti Pétursborg, Rússlandi
Konungsfjölskyldan
Faðir Ívan 5.
Móðir Praskovía Saltykova
EiginmaðurFriðrik Vilhjálmur, hertogi af Kúrlandi

Æviágrip

breyta

Anna var dóttir Ívans 5. Rússakeisara og bróðurdóttir Péturs mikla. Pétur trúlofaði hana Friðrik Vilhjálmi, hertoga af Kúrlandi, í nóvember árið 1710, en á leiðinni heim úr brúðkaupi þeirra í Sankti Pétursborg í janúar næsta ár lést hertoginn skyndilega. Anna varð ríkisstjóri Kúrlands sem ekkja hertogans frá 1711 til 1730.

Eftir að Pétur 2. lést árið 1730 hugðust rússneskir háaðalsmenn takmarka völd næsta einvalds og undirbjuggu tilskipun þess efnis sem eftirmaður Péturs ætti að undirrita. Þegar Anna var valin sem næsta keisaraynja og kom til Sankti Pétursborgar reif hún einfaldlega í sundur tilskipunina. Hún var krýnd í Moskvu stuttu síðar.

Anna var ekki vinsæll stjórnandi þar sem hún þótti fremur þýsk en rússnesk auk þess sem hún var yfirlætisfull og lét sig málefni ríkisins litlu varða. Auk þess skipaði hún Þjóðverja í flest ríkisstjórnarembætti og umkringdi sig Þjóðverjum í hirð sinni.[1] Á valdatíð hennar, árið 1734, innlimaði Rússaveldi Úkraínu formlega. Rússar háðu einnig stríð við Tyrkjaveldi frá 1735–1739 en uppskáru aðeins mjör rýrt landsvæði í kringum borgina Asov þrátt fyrir mikið mannfall.

Tilvísanir

breyta
  1. Curtiss, Mini (1974), A Forgotten Empress: Anna Ivanovna and Her Era., New York: Frederick Unga Publishing Company.


Fyrirrennari:
Pétur 2.
Keisaraynja Rússlands
(30. janúar 173028. október 1740)
Eftirmaður:
Ívan 6.