1407
ár
(Endurbeint frá MCDVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1407 (MCDVII í rómverskum tölum)
Atburðir
breyta- Galdrabrenna á Grænlandi: Kolgrímur nokkur brenndur fyrir að hafa legið með giftri konu, Steinunni dóttur Hrafns Bótólfssonar lögmanns. Hún var ein Íslendinganna sem sátu fastir á Grænlandi 1406-1410. Átti hann að hafa komist yfir hana með göldrum. Steinunn missti vitið og lést skömmu síðar.
Fædd
- (líklega) - Sigurður Jónsson, príor í Möðruvallaklaustri.
Dáin
Erlendis
breyta- 20. nóvember - Samið um vopnahlé milli Jóhanns hertoga af Búrgund og Loðvíks hertoga af Orléans.
- 24. nóvember - Loðvík af Orléans var myrtur á götu í Paris að undirlagi Jóhanns óttalausa. Hratt það af stað stríði á milli Orléans og Búrgundar.
- Karl af Valois varð hertogi af Orléans.
- Fyrsti bankinn í nútímalegum skilningi var stofnaður í Genúa á Ítalíu.
Fædd
Dáin
- 24. nóvember - Loðvík af Orléans, bróðir Karls 6. Frakkakonungs (f. 1372).