1237
ár
(Endurbeint frá MCCXXXVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1237 (MCCXXXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 28. apríl - Bæjarbardagi var háður í Borgarfirði milli sveita Þorleifs Þórðarsonar og Sturlu Sighvatssonar. Þar féllu yfir þrjátíu menn.
- Snorri Sturluson hraktist út til Noregs.
- Þorláksmessa á sumri (20. júlí) lögleidd sem messudagur á Íslandi.
Fædd
- Árni Þorláksson Skálholtsbiskup (d. 1298).
Dáin
- 16. mars - Guðmundur góði Arason Hólabiskup (f. 1161).
- 14. ágúst - Magnús Gissurarson Skálholtsbiskup.
- Þórður Sturluson, goðorðsmaður á Stað á Ölduhrygg (f. 1165).
Erlendis
breyta- Hákon gamli Noregskonungur gerði Skúla Bárðarson jarl að hertoga.
- Baldvin 2. varð keisari í Konstantínópel.
- Þrjátíu þúsund hús eyðilögðust í eldsvoða í Hangzhou, höfuðborg Kínaveldis.
- Englendingar og Skotar undirrita Jórvíkursamninginn, þar sem samkomulag var gert um hver landamæri ríkjanna skyldu vera.
- Konráð 4. varð konungur Þýskalands.
- Mongólar réðust inn í Rússland.
Fædd
Dáin