Dýrlingadagur

(Endurbeint frá Messudagur)

Dýrlingadagur eða messudagur er sá dagur, þegar ákveðinn dýrlingur er heiðraður. Oftast er miðað við dánardægur hans, upptöku á helgum dómi hans eða flutning á hinum helga dómi úr einum stað í annan. Ef þessir dagar eru ekki ótvíræðir eða falla saman við mikilvæga daga í kirkjuárinu, getur þurft að velja annan dag. Messudagur dýrlings getur verið með ólíku móti eftir kirkjusamfélögum. Þannig hefur sami dýrlingur ekki alltaf sama messudag í rómverk-kaþólsku kirkjunni og í orþódoxum kirkjum.