1218
ár
(Endurbeint frá MCCXVIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1218 (MCCXVIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 6. ágúst - Átök urðu í Vestmannaeyjum milli Oddaverja og kaupmanna frá Björgvin. Ormur Breiðbælingur og Jón sonur hans voru drepnir.
- Snorri Sturluson hélt til Noregs og heimsótti þar meðal annars Skúla jarl.
- Guðmundur Arason biskup kom til landsins eftir nokkurra ára dvöl í Noregi. Arnór Tumason tók hann höndum og hafði í haldi í heilt ár.
Fædd
Dáin
- 6. ágúst - Ormur Jónsson Breiðbælingur.
- Gunnlaugur Leifsson munkur, rithöfundur og skáld (kann þó að hafa dáið 1219).
Erlendis
breyta- Fimmta krossferðin hélt frá Akkó til Egyptalands.
- Regla Sverðbræðranna hóf að leggja Eistland undir sig.
- Alfons 9., konungur Kastilíu, stofnaði háskólann í Salamanca.
Fædd
- 1. maí - Rúdolf 1., konungur Þýskalands og keisari hins Heilaga rómverska ríkis (d. 1291).
- Abel Valdimarsson, Danakonungur (d. 1252).
Dáin