Salamanca er borg á Spáni í sjálfsstjórnarsvæðinu Kastilía og León og höfuðborg í samnefndu héraði. Borgin hefur um 144 þúsund íbúa (2018) og er staðsett um 200 km vestur af Madríd. Hún er næstfjölmennasta borgin í Kastilíu-León á eftir Valladolid. Salamanca er háskólaborg og þúsundir alþjóðlegra stúdenta sækja þar nám. Gamli bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO.

Salamanca.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.