1396
ár
(Endurbeint frá MCCCXCVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1396 (MCCCXCVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Pétur Nikulásson sigldi til Noregs og lét áður gera skrá yfir eignir Hólastóls.
- Hólastóll átti þetta ár 234 bindi bóka.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 19. maí - Marteinn 1. varð konungur Aragóníu eftir lát bróður síns, Jóhanns 1.
- 23. júlí - Eiríkur af Pommern varð konungur Danmerkur og Svíþjóðar og var áður orðinn konungur Noregs.
- 25. september - Orrustan við Níkópólis. Her Ottómana vann sigur á herliði frá Ungverjalandi, Frakklandi, Heilaga rómverska keisaradæminu, Englandi og Vallakíu, undir stjórn Sigmundar Ungverjalandskonungs. Þetta var síðasta stóra krossferð miðalda.
- 31. október - Ísabella af Valois, sex ára dóttir Karls 6. Frakkakonungs, giftist Ríkharði 2. Englandskonungi (29 ára) og var hjónabandið hluti af vopnahléssamningi milli Frakklands og Englands.
- John af Gaunt giftist frillu sinni, Katherine Swynford, og voru uppkomin börn þeirra gerð skilgetin.
- Albert af Mecklenburg lagði Gotland undir sig.
Fædd
- 31. júlí - Filippus 3., hertogi af Búrgund (d. 1467).
- María af Aragóníu, Kastilíudrottning, kona Jóhanns 2. (d. 1445).
- Alfons 5. Aragóníukonungur (d. 1458).
Dáin
- 19. maí - Jóhann 1. Aragóníukonungur (f. 1350).