Lerki
Lerki eða barrfellir er sumargrænt barrtré sem vex einkum á norðurhveli jarðar eða til fjalla á suðlægari slóðum. Lerki er mjög ráðandi í barrskógum Kanada og Rússlands. Lerki er ljóselskt tré og hefur það nokkra mótstöðu gegn skógareldum. [1]
Lerki | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Larix decidua að hausti
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Tegundir | ||||||||||||
12; sjá grein |
Lerki á Íslandi
breyta- Síberíulerki (Larix sibirica) hefur frá því snemma á 20. öld verið notað til skógræktar á Íslandi.
- Rússalerki (Larix sukaczewii), náskylt síberíulerki eða afbrigði af sömu tegund, hefur mestmegnis tekið við af því frá um 1980 en síberíulerkið er viðkvæmara fyrir íslensku loftslagi og sjúkdómum. [2]
Rússalerki er nú eitt algengasta skógræktartré á Íslandi og hefur náð yfir 20 metra hæð.
- Evrópulerki (Larix decidua) Hefur einnig verið notað á Íslandi. Það vex í fjalllendi í Mið-Evrópu.
Aðrar lerkitegundir hafa verið reyndar með misjöfnum árangri. Blendingur af evrópulerki og rússalerki, Hrymur, hefur verið þróaður hjá Skógrækt ríkisins. [3]
Flestar ef ekki allar tegundirnar geta blandast innbyrðis.[4]
Tegundir
breytaUm 10 til 14 tegundir eru í ættkvíslinni, en þær sem merktar eru með „*“ eru ekki allar viðurkenndar.
Evrasískar
breyta- Larix decidua (L. europaea). Evrópulerki. Algengt í fjalllendi í Mið-Evrópu.
- Larix sibirica: Síberíulerki.
- Larix gmelinii (L. dahurica, L. olgensis): Dáríulerki.
- Larix kaempferi (L. leptolepis): Japanslerki.
- Larix principis-rupprechtii*. Fjalllendi í norður-Kína.
- Larix potaninii. Fjalllendi suðvestur-Kína.
- Larix himalaica*. Mið-Himalajafjöll.
- Larix mastersiana. Fjallendi í vestur-Kína.
- Larix speciosa*. Fjalllendi í suðvestur-Kína og norðaustur-Mjanmar.
- Larix griffithii (L. griffithiana). Austur-Himalaja.
Norður-amerískar
breyta- Larix laricina. Mýrarlerki. Láglendi Norður-Ameríku.
- Larix lyallii. Fjallalerki. Hátt til fjalla í norðvesturhluta Bandaríkjanna og suðvestur-Kanada.
- Larix occidentalis. Risalerki. Fjalllendi í norðvesturhluta Bandaríkjanna og suðvesturhluta Kanada, ekki þó eins hátt til hlíða og L. lyallii.
Blendingar
breytaViðurkenndir blendingar eru:[4]
- Larix × lubarskii Sukaczev
- Larix × maritima Sukaczev
- Larix × polonica Racib.
Einn af betur þekktum blendingum lerkis er Sifjalerki (Larix × marschlinsii) (syn. L. × eurolepis, ógilt nafn), sem kom fram nokkurnveginn samtímis í Sviss og Skotlandi þegar L. decidua og L. kaempferi blönduðust þegar þeim var plantað saman, en nafnið er enn óstaðfest.[4]
Að auki:
Tilvísanir
breyta- ↑ Lerki og hengibjörk til varnar Rúv. Skoðað 12. maí, 2016.
- ↑ Síberíulerki um aldargamalt á Íslandi Geymt 29 apríl 2016 í Wayback Machine Skogur.is. Skoðað 12. maí, 2016
- ↑ Evrópulerki (Larix decidua). Kvæmatilraunir sem lagðar voru út áárunum 1996-1998 Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine Skogur.is. Skoðað 12. maí, 2016
- ↑ 4,0 4,1 4,2 „The Plant List - species in Larix“. London: Royal Botanic Gardens, Kew. 2013. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. september 2017. Sótt 22. apríl 2017.
Tenglar
breyta- Í lundi nýrra skóga; grein í Morgunblaðinu 1956
- Síberíulerki um aldargamalt á Íslandi Geymt 29 apríl 2016 í Wayback Machine