Síberíulerki

(Endurbeint frá Larix sibirica)

Síberíulerki er stórvaxin einstofna lerkitegund sem nær 30-40 metra hæð. Útbreiðslusvæði frá Arkhangelsk-fylki í N-Rússlandi og austur í Yenisei dal í mið Síberíu, þar sem það blandast við Dahúríulerki (L. gmelinii) sem tekur við því í austur Síberíu; blendingurinn gengur undir nafinu Larix × czekanowskii. Vöxtur er hraður í æsku en dregur úr honum með aldri. Ekki eru allir sammála um að munurinn á rússalerki og síberíulerki sé nægur til að réttlæta aðskilnað í tvær tegundir.

Síberíulerki
Síberíulerki í Mongólíu
Síberíulerki í Mongólíu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Larix
Tegund:
L. sibirica

Tvínefni
Larix sibirica
Ledeb.
Samheiti

Larix decidua subsp. sibirica (Ledebour) Domin
Larix decidua var. sibirica (Ledebour) Regel
Larix russica (Endlicher) Sabine ex Trautvetter
Larix sukaczewii Dylis
Pinus larix var. russica Endlicher.

Síberíulerki.

Á Íslandi

breyta

Síberíulerki var gróðursett fyrst hér á landi 1922 og hefur náð yfir 20 metra hæð. [1]Mikið var gróðursett af síberíulerki á árunum 1950-1990 en nánast ekkert síðan. Rússalerki, náskylt afbrigði, hefur tekið við síðan enda betur aðlagað að veðurfari.[2]

Árin 1997 og 2005 var rússalerki valið tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Ýmis fróðleikur Geymt 21 apríl 2016 í Wayback Machine Vesturlandsskógar, skoðað 27. maí 2016.
  2. Lerkitegundir Geymt 29 apríl 2016 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. skoðað 12. apríl, 2016.
   Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.