Larix griffithii
Larix griffithii,[1][2][3] er tegund af lerki,[4] ættað úr austur Himalajafjöllum í austur Nepal, Sikkim, vestur Bhutan og suðvestur Kína (Xizang), og vex yfirleitt í 3000–4100 m hæð.
Sikkimlerki | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Larix griffithii Hook.f. |
Þetta er meðalstórt lauffellandi barrtré, um 20–25 m hátt, með stofn að 0.8 m í þvermál. Krónan er mjó-keilulaga; megingreinar eru láréttar til uppsveigðar, hliðargreinar/ smágreinar eru hangandi frá þeim. Sprotarnir eru tveggja gerða (dimorphic), með vöxt skiftan í; langa sprota (yfirleitt um 10 – 50 sm langir) og með nokkur brum, og stutta sprota (einungis 1 – 2 mm langir) með aðeins einu brumi. Blöðin eru nálarlaga, ljós-blágræn, 2 til 4 sm löng; Þau verða skærgul til rauðgul fyrir lauffall á haustin og skilja eftir föl-gulbrúna sprotana bera fram á næsta vor.
Könglarnir eru uppréttir, egg- til keilulaga, 4-7.5 sm langir, með 50-100 köngulhreistur, hvert með löngum útstæðum og aftursveigðum stoðblöðum; þeir eru dökk purpuralitir á meðan þeir eru óþroskaðir, og verða dökkbrúnir og opnast til að sleppa fræjunum við þroska, 5–7 mánuðum eftir frjóvgun. Gamlir könglar haldast oft á trjánum í mörg ár, verða þá dauf grásvartir.
Það er stundum kallað "Himalayan larch", sem veldur ruglingi við Larix himalaica, sem aftur á móti kallast "Langtang larch".
Samnefni eru til dæmis Abies griffithiana J. D. Hooker ex Lindley & Gordon og Larix griffithiana hort. ex Carrière.
Undirtegundir
breytaTegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[5]
- L. g. griffithii
- L. g. speciosa
Tré frá norðausturhluta útbreiðslusvæðisins í austur Bhutan og Xizang hafa nýlega verið aðgreind sem Larix kongboensis (Mill 1999); þau (L. kongb.) eru með smærri köngla; 3 til 5 sm langa. Sú aðgreining hefur verið samþykkt af Flora of China en ekki víða annarsstaðar.
Tilvísanir og ytri tenglar
breyta- Conifer Specialist Group (1998). „Larix griffithii“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
- Flora of China: Larix griffithii
- Mill, Robert (1999). „A New Species of Larix (Pinaceae) from Southeast Tibet and Other Nomenclatural Notes on Chinese Larix“. Novon. 9 (1): 79–82. doi:10.2307/3392124. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2007.
- ↑ Bean, W.J., 1980Trees and shrubs hardy in the British Isles, ed. 8, Vols. 1-4 John Murray, London
- ↑ Farjon, A., 1990Pinaceae. [Regnum Vegetabile Vol. 121] Koeltz Scientific Books, Königstein
- ↑ Hook. f., 1854 In: Himal. J. 2: 44.
- ↑ Conifer Database. Farjon A., 2011-02-11
- ↑ „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. Catalogue of Life. 2014.