Risalerki

(Endurbeint frá Larix occidentalis)

Risalerki er stórvaxnasta lerkitegundin. Það er einstofna tré með reglulega krónu og vex í fjöllum í norðvesturhluta Bandaríkjanna og í suðurhluta Bresku Kólumbíu. Það vex aðallega í Klettafjöllum en t.d. líka í Fossafjöllum. Það verður vanalega 30 til 55 metrar fullvaxið en getur náð rúmum 60 metrum.[1]

Risalerki
William O. Douglas Wilderness
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Larix
Tegund:
L. occidentalis

Tvínefni
Larix occidentalis
Nutt.
Útbreiðslusvæði Larix occidentalis
Útbreiðslusvæði Larix occidentalis
Barr og könglar.

Á ÍslandiBreyta

Lítil reynsla er af því á Íslandi. Hugsanlega má finna megi kvæmi innan útbreiðslusvæðis risalerkis sem geta lifað og vaxið nægilega vel á Íslandi til að þau nýtist a.m.k. í trjárækt eða skógrækt.[2] Risalerki hefur svipaða aðlögun að veðurfari og evrópulerki, þ.e. vex yfirleitt of lengi fram eftir hausti, en er mun beinvaxnara þrátt fyrir það. Virðist það þó vera viðkvæmt fyrir bæði nála- og átusjúkdómum hérlendis, sem evrópulerki er ekki. [3]

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist

TilvísanirBreyta

  1. Western larch Geymt 2016-03-26 í Wayback Machine USDA forest service. Skoðað 8. apríl, 2016.
  2. Hver er vöxtur risalerkis á Íslandi? Geymt 2016-04-27 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 8. apríl, 2016.
  3. Lerkitegundir Geymt 2016-04-29 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. Skoðað 8. apríl, 2016
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.