Síberíulerki
Síberíulerki er stórvaxin einstofna lerkitegund sem nær 30-40 metra hæð. Útbreiðslusvæði frá Arkhangelsk-fylki í N-Rússlandi og austur í Yenisei dal í mið Síberíu, þar sem það blandast við Dahúríulerki (L. gmelinii) sem tekur við því í austur Síberíu; blendingurinn gengur undir nafinu Larix × czekanowskii. Vöxtur er hraður í æsku en dregur úr honum með aldri. Ekki eru allir sammála um að munurinn á rússalerki og síberíulerki sé nægur til að réttlæta aðskilnað í tvær tegundir.
Síberíulerki | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Síberíulerki í Mongólíu
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Larix sibirica Ledeb. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Larix decidua subsp. sibirica (Ledebour) Domin |
Á Íslandi
breytaSíberíulerki var gróðursett fyrst hér á landi 1922 og hefur náð yfir 20 metra hæð. [1]Mikið var gróðursett af síberíulerki á árunum 1950-1990 en nánast ekkert síðan. Rússalerki, náskylt afbrigði, hefur tekið við síðan enda betur aðlagað að veðurfari.[2]
Árin 1997 og 2005 var rússalerki valið tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Ýmis fróðleikur Geymt 21 apríl 2016 í Wayback Machine Vesturlandsskógar, skoðað 27. maí 2016.
- ↑ Lerkitegundir Geymt 29 apríl 2016 í Wayback Machine Skógrækt ríkisins. skoðað 12. apríl, 2016.