Kringlan (gata)
Kringlan er gata í Reykjavík sem fellur undir hverfahlutann Kringluna í hverfaskiptingunni Háaleitis- og Bústaðahverfi og nær frá Listabraut á tveimur stöðum út að Miklubraut sem aðreinar, ekki sem gatnamót.[1] Hún dregur nafn sitt af Kringlumýrinni. Við götuna liggur verslunarmiðstöðin Kringlan og Verzlunarskóli Íslands er á næstu grösum.
Mynd af Kringlugötu undir kasmekktum himni, tekin um sumar. Til hægri sést verslunarmiðstöðin Kringlan.
- Þessi grein fjallar um íslenska götu, til að sjá aðar merkingar má skoða Kringlan (aðgreining).