Skeifan
- Fyrir aðrar merkingar orðsins Skeifa má sjá aðgreiningarsíðuna.
Skeifan er gata í Laugardalnum í Reykjavík með póstnúmerið 108. Með Fákafeni og Faxafeni myndar hún verslunar- og athafnahverfi sem hefur einnig verið kallað Skeifan.
Í Skeifunni eru margar verslanir svo sem Elko, Hagkaup, Subway, KFC, Domino's, Víðir, Metro og Rúmfatalagerinn svo nokkrar séu nefndar.