Stórmarkaður
Stórmarkaður er verslun sem selur mat og heimilisvörur. Hann er stór og er honum skipt í ýmsar deildir með göngum. Í stórmarkaði eru seldar fleiri vörur en í hefðbundinni matvöruverslun.
Stórmarkaðir samanstanda oft af kjöt-, mjólkur-, ávaxta-, grænmetis- og brauðdeildum að ógleymdum hillum fyrir niðursuðuvörur og ýmsar aðrar vörur. Í sumum löndum má einnig selja áfengi í stómörkuðum. Stórmarkaðir selja oft hreinsivörur, lyf og föt. Verð varanna er oft lægra en í öðrum verslunum og nauðsynjavörur (eins og brauð, mjólk og sykur) eru oft seldar undir kostnaðarverði. Til þess að hagnast selja stórmarkaðir alls fleiri vörur og aðrar vörur á hærri verði.
Viðskiptavinir versla með innkaupakerrum og setja vörur í hana sjálfir. Þegar viðskiptavinir eru búnir að velja sér vörur fara þeir að kassa og borga fyrir vörurnar.
Stórmarkaðir eru oft keðjufyrirtæki eða svæðisleyfi.