Verslunarmiðstöð

bygging með mörgum verslunum

Verslunarmiðstöð er bygging eða byggingar þar sem eru margar verslanir og önnur þjónusta í þéttum kjarna svo að viðskiptavinir geta gengið á milli auðveldlega. Ef miðstöðin er í fleiri en einu húsi eru oftast gangar eða yfirbyggðir stígar á milli þeirra svo að fólk getur gengið milli verslana hvernig sem viðrar. Verslunarmiðstöðvar eru hannaðar til að skapa hagstætt umhverfi fyrir verslunarferðir og þar eru yfirleitt ókeypis bílastæði, veitingastaðir og ýmis þægindi sem gera viðskiptavinum ferðina auðveldari, svo sem rúllustigar, loftkæling ef þess er þörf og fleira.

Verslunarmiðstöð

Verslunarmiðstöðvar eru ýmist miðsvæðis í bæjum og borgum eða í úthverfum. Ein þekktasta verslunarmiðstöð heims og sú stærsta í Bandaríkjunum er Mall of America í Bloomington í Minnesota, en þar eru yfir 520 verslanir. New South China Mall í Dongguan í Kína er raunar mun stærri að flatarmáli en miðstöðin hefur verið nær tóm frá því að byggingin var tilbúni 2005 og þar eru aðeins örfáar verslanir þótt rými eigi að vera fyrir 2350 slíkar.

Á Íslandi eru tvær stórar verslunarmiðstöðvar: Kringlan og Smáralind.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.