Austurver

Austurver er verslunarmiðstöð sem stendur við Háaleitisbraut í Reykjavík. Auk matvöru- og sérvöruverslana er Landsvirkjun með aðalskrifstofur sínar í byggingunni sunnanverðri og Læknavaktin norðan til. Austurver opnaði dyr sínar fyrst í lok árs 1967.[1]

Fleiri verslunarmiðstöðvar í Reykjavík með nöfn af sama toga voru Vesturver, Norðurver og Suðurver sem enn starfar undir því nafni.

TilvísanirBreyta

  1. „Myndarlegt bakarí opnað við Háaleitisbraut“. Morgunblaðið. Október 1967.