Léttlest

METRO léttlest í miðbæ Houston, Texas, Bandaríkjunum

Léttlest er járnbrautarlest, sem notuð er við almenningssamgöngur í borgum og í öðrum þéttbýlum svæðum. Léttlestarkerfi er einskonar millistig á milli sporvagns og snarlestar. Léttlestir bera oftast færri farþega en snarlestir og eru ekki eins hraðskreiðar, en þær eru aftur á móti hraðskreiðari og geta tekið fleiri farþega en sporvagnar. Ein sérstaða léttlesta er sú að þær geta bæði gengið á sér sporum aðskildar frá umferð og á spori ásamt umferð. Flestar léttlestir eru knúnar áfram með rafmagni en þó eru til lestir sem notast við díselolíu.

Samanburður við önnur lestarkerfiBreyta

Gerð Snarlest Léttlest Sporvagn
Framleiðandi Rohr Siemens St. Louis Car
Tegund Bart A-Car S70 PCC
Breidd 3,2 m 2,7 m 2,5 m
Lengd 22,9 m 27,7 m 14,2 m
Burðargeta Hámark 150 manns Hámark 220 manns Hámark 65 manns
Hámarkshraði 125km/klst 106km/klst 70km/klst

Léttlestir á ÍslandiBreyta

Komið hafa upp hugmyndir um að koma á fæti léttlestakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Drög að hugsanlegu kerfi má sjá á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2004.