Vextir (áður fyrr renta) er það gjald sem greitt er fyrir lán á fjármagni, m.ö.o. leiga sem greidd er fyrir fjármagn. Innlánsvextir eru þeir vextir sem fjármálastofnun greiðir af innlánum, þ.e. greiðir þeim sem leggur inn fyrir afnot af fjármagninu, en útlánsvextir þeir vextir sem lántakandi greiðir af útlánum, þ.e. fyrir að hafa fengið féð að láni. Á Íslandi gilda sérstök lög um vexti og verðtryggingu, nr. 38/2001.

Árið 1997, gerði Seðlabanki Íslands úttekt á vöxtum á lánsfé til lítilla og meðalstórra fyrirtækja, og kom þá í ljós að vextir voru hæstir á Íslandi af þeim átta samkeppnislöndum sem miðað var við. Þannig voru t.d. vextir af óverðtryggðum lánum hér á landi 11,3%, í Bandaríkjunum 9,6%, Englandi 8,6%, 7,3% í Danmörku, 6,2% í Finnlandi, 5,7% í Noregi en lægstir í Japan, 3%. Niðurstaðan var sú að íslenskir vextir reyndust vera meira en þrisvar sinnum hærri en japanskir vextir og næstum helmingi hærri en í Noregi, en annars 2-3% hærri en annarra þjóða. [1] [2]

Tenglar breyta

Tengt efni breyta

Tilvísanir breyta

  1. Morgunblaðið 1997
  2. Morgunblaðið 1997
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.