Samkeppni er keppni milli einstaklinga, hópa, dýra, þjóða eða annarra um svæði eða auðlindir af einhverju tagi svo sem mat eða vatn. Samkeppni er sjálfsprottið fyrirbæri sem á sér stað í hvert skipti sem tveir eða fleiri keppa um eitthvað sem ekki er hægt að deila þeirra á milli með góðu móti. Hugtakið samkeppni er sérstaklega notað í hagfræðilegu tilliti og er þá (oftast) átt við samkeppni fyrirtækja á markaði. Þegar samkeppni er takmörkuð er gjarnan talað um fákeppni. Samkeppni getur þó átt við allt milli himins og jarðar. Til að mynda er sagt að samkeppni milli íþróttamanna hvetji þá til afreka.