Heildarvextir

Heildarvextir eru þeir vextir sem alls eru reiknaðir af peningaláni eða sambærilegri fjárskuldbindingu yfir tiltekið vaxtatímabil. Stundum er samið um vexti þannig að í stað þess að ákveða heildarvexti í samningi séu tilgreindir grunnvextir og vaxtaálag, sem hvort um sig geta verið föst prósentutala eða breytileg eftir fyrirfram umsömdu viðmiði og með sömu eða mismunandi tíðni, til dæmis gætu grunnvextir tekið mánaðarlegum breytingum en vaxtaálag sætt endurskoðun á tilteknum árafresti. Heildarvextir af láninu ákvarðast þá af grunnvöxtum að viðbættu vaxtaálagi sem í gildi eru á hverjum tíma.

Tengt efniBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.