Vaxtatímabil er það tímabil sem miðað er við þegar vextir eru reiknaðir af peningaláni eða sambærilegri fjárskuldbindingu, og er þá gjarnan talað um að vextirnir séu reiknaðir frá upphafsdegi viðkomandi vaxtatímabils til upphafsdags næsta vaxtatímabils. Ef um er að ræða peningalán er jafnframt algengt að vaxtatímabil séu frá hverjum gjalddaga til þess næsta. Aftur á móti er algengast að vextir séu tilgreindir sem ársvextir eða sú prósentutala er svarar til þess hlutfalls af höfuðstól hverju sinni sem greiða skal í vexti á einu ári. Til þess að reikna vextina fyrir hvert tímabil þarf því jafnan að taka tillit til þess að gjalddagar eru oftast fleiri en einn á ári, sem er í meginatriðum hægt að gera annars vegar með því að nota svokallaða virka vexti og hinsvegar með því að reikna fyrst ársvextina og deila svo einfaldlega í fjárhæð þeirra með fjölda vaxtatímabila á ári. Síðarnefnda aðferðin er einfaldari og því oft notuð í reynd, þar á meðal af lánastofnunum á Íslandi, en hún er þó eilítið ónákvæm og sú skekkja er ávallt til hækkunar en aldrei til lækkunar.

Tengt efni

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.