Kenningar um iðnbyltingunna
Lagt hefur verið til að þessi grein verði sameinuð við Iðnbyltingin . Hægt er að ræða þessa tillögu á spjallsíðu greinarinnar. |
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Fyrsta iðnbyltingin hófst í Englandi á árunum 1750–1760 og stóð til um 1820–1840. Hún markaði stór tímamót í mannkynssögunni með því að breyta framleiðslu og vinnuferlum þar sem vélar leystu af hólmi mann og dýra afl. Þessi breyting juku framleiðslugetu verulega og stuðlaði að þéttbýlismyndun þar sem fólk flykktist í iðnaðarborgir í leit að nýjum atvinnutækifærum.
Fræðimenn hafa sett fram ýmsar kenningar til að útskýra iðnbyltinguna. Tæknilegar kenningar leggja áherslu á þróun nýrra véla eins og gufuvélarinnar sem voru hraðaði í framleiðsluferlum. Efnahagsleg sjónarmið benda á frjáls markaðsöfl og aukið fjármagn, sem ýttu undir nýsköpun. Menningarleg sjónarmið skoða hvernig breytt viðhorf til vinnu og neyslu sköpuðu jarðveg fyrir iðnvæðingu.
Iðnbyltingin olli víðtækum samfélagsbreytingum á sviði efnahags og samfélagsgerðar og lagði grunninn að hraðri tæknivæðingu á 19. og 20. öld. Þessar umbreytingar höfðu djúpstæð áhrif á stéttaskiptingu, þar sem nýjar stéttir verkafólks og kapítalista komu fram og mótuðu bæði efnahagslegt og félagslegt landslag. [1]
Kenningar Adam Smith um iðnbyltinguna
breytaFræðimenn hafa í gegnum söguna komið með ýmsar kenningar um iðnbyltinguna en Adam Smith var einn af þeim fyrstu til þess, þó kenningar hans hafi ekki verið beintengdar iðnbyltingunni. Margir hagfræðingar hafa hins vegar velt fyrir sér hvort Smith hafi gert sér fulla grein fyrir því að iðnbyltingin væri hafin þegar hann gaf út bókina sína, The Wealth of Nations, eða Auðlegð þjóðanna árið 1776. Smith minnist hvergi á vöxt tækniframfara, sem áttu eftir að hafa gríðarlegar efnahagslegar afleiðingar seinna meir.[2]
Aðrir klassíksir hagfræðingar á borði við Thomas Robert Malthus og David Ricardo lentu í sömu vandræðum og Adam Smith þegar þeir ruddu til rúms kenningar sem spáðu fyrir um þróun mannkynsins. Þeir sáu ekki fyrir tækniframfarir og þróun líkt og Smith. Kenningar þeirra snérust um að mannkynið myndi ekki ná að fjölga sér vegna takmarkandi þátta til framleiðslu, einnar helst tengt landbúnaði, þar sem náttúruauðlindir myndu ekki standa undir aukinni fólksfjölgun. Kenning Malthus byggt á þessum flöskuhálsi sem myndast á milli takmarkandi þátta til framleiðslu og fólksfjölgunar er kölluð Malthusíska gildran. [3]
Kenningar Smith snérust um þróun samfélagsins, það sem fór framhjá honum voru hugmyndir um byltingu. Hann sá ekki fyrir gríðarlegar tæknibreytingar á véla- og vinnumarkaði. Hans sýn var að Bretland yrði alla tíð alveg eins og það var á 18. öldinni. Aðeins nokkrar magnbreytingar myndu vaxa það er að segja fleira fólk, fleiri vörur, meiri auður en gæði myndu vera hin sömu. Hann sá því fyrir sér að samfélagið væri staðnað, það myndi vaxa en aldrei verða fullmótað.
Smith setti fram rótgrónar kenningar á hegðunum sem myndu knúa áfram framleiðni á markaði. Ein af þeim var kenningin um uppsöfnun auðs á markaði. Hann hafði tekið eftir á fyrstu stigum iðnbyltingarinnar að menn sem voru snöggir að vinna og duglegri en aðrir áttu auðveldara með að afla sér auð á hagkvæmari hátt. Með tilkomu véla jókst því framleiðsla til muna. Adam Smith hélt því fram að uppsöfnun auðs til lengri tíma væri ómöguleg. Til lengri tíma myndu fleiri vélar vera notaðar til framleiðslu, sem myndi leiða til meiri eftirspurnar eftir starfsfólki og stöðugt hækkandi launum á markaði. Hann sá því fyrir að allur hagnaður yrði étinn upp vegna áskorunar sem tengdust vinnuafli á markaði og hærri launum. [4]
Tæknileg og framleiðsluhagfræðileg kenning
breytaEin af elstu og útbreiddustu kenningunum snýr að tæknilegum framförum og aukinni framleiðslugetu. Þessi kenning, oft nefnd klassíska kenningin, lítur á iðnbyltinguna sem beina afleiðingu af uppfinningum sem stuðluðu að framleiðsluaukningu. Tækniþróun, eins og uppfinning gufuvélarinnar eftir James Watt og framfarir í vefnaðariðnaði, er talin hafa valdið byltingu í framleiðsluaðferðum og leitt til mikils hagvaxtar. Uppfinningar eins og spunavélin og sjálfvirkur vefstóll breyttu handverki í fjöldaframleiðslu og gjörbyltu mörgum atvinnugreinum.
Samkvæmt þessari kenningu er iðnbyltingin fyrst og fremst tæknileg bylting. Hún byrjaði í Bretlandi þar sem nýjar tæknilausnir gerðu framleiðsluiðnaði kleift að framleiða fleiri vörur á styttri tíma og með minni kostnaði. Þetta hafði mikil áhrif á efnahagslegan vöxt, sérstaklega með tilkomu nýrra framleiðslukerfa og breyttrar verkaskiptingar. Mikilvægi járnbrauta og gufuskipa var einnig gríðarlegt þar sem þessi nýju samgöngutæki gerðu það auðveldara að flytja hráefni og vörur á milli landa og heimshluta, sem jók viðskipti.
Klassíska kenningin hefur þó verið gagnrýnd fyrir að leggja of mikla áherslu á tækniþróun sem eina orsök iðnbyltingarinnar. Með tímanum hafa fræðimenn bent á að þó tækniframfarir hafi verið lykilatriði, þá sé hún hluti af stærra samhengi sem þarf að skoða í ljósi félagslegra, efnahagslegra og menningarlegra þátta. [5]
Efnahagslegar kenningar
breytaÞegar iðnbyltingin er skoðuð frá sjónarhorni efnahagslegra kenninga þá kom hún út frá frjálsum markaðsöflum og þróunar kapítalísks hagkerfis. Samkvæmt neóklassískri nálgun er iðnbyltingin talin hafa verið afleiðing af auknu frelsi í viðskiptum og hagkvæmari nýtingu á fjármagni. Markaðskerfið skapaði hvata til nýsköpunar, sem skilaði sér í auknum hagvexti. Verkaskipting og alþjóðlegir markaðir bjuggu til grunninn fyrir framleiðsluaukningu, þar sem mismunandi lönd og svæði sérhæfðu sig í ákveðnum atvinnugreinum. Efnahagslegar umbætur, eins og afnám tolla, auðvelduðu viðskipti og stuðluðu að frekari iðnvæðingu.
Á hinn bóginn eru marxískar kenningar mun gagnrýnni á efnahagsleg áhrif iðnbyltingarinnar. Karl Marx leit á iðnbyltinguna sem hluta af þróun kapítalisma, þar sem kapítalistar nýttu sér vinnuaflið til að hámarka gróða. Samkvæmt Marx jók iðnbyltingin félagslegan ójöfnuð þar sem framleiðslutækin voru í eigu kapítalista en verkamenn áttu aðeins sína vinnuaflskrafta. Iðnvæðingin leiddi til nýrra samfélagslegrar spennu, þar sem verkamenn urðu háðari atvinnurekendum og bjuggu oft við lélegar aðstæður í nýjum iðnaðarborgum.
Þessar tvær nálganir, neóklassísk og marxísk, gefa ólík svör við spurningunni um hvernig iðnbyltingin mótaði hagkerfi og stéttaskiptingu. Báðar eru þó sammála um að iðnbyltingin hafi breytt efnahagskerfum, bæði innan landa og á alþjóðavettvangi. [6]
Menningarleg áhrif iðnbyltingarinnar
breytaMenningarleg áhrif iðnbyltingarinnar voru mikil og margþætt, breytt lífsskilyrði höfðu margvísleg áhrif á menningarlega þætti og má þar sérstaklega nefna þéttbýlisvæðinguna og áhrif verkaðslýðshreyfingarinnar. Að vinna í hinum nýju iðnaðarborgum hafði djúpstæð og varanleg áhrif á líf fjölda fólks sem fluttust úr sveitum og þorpum í borgirnar. Líffskilyrði margra vinnumanna sem voru reyndir eða vanir fóru versnandi fyrstu 60 árin af iðnbyltingunni. Á fyrstu 60 árum iðnbyltingarinnar fékk verkafólk lítið sem ekkert frí og hafði lítinn til tíma til að stunda afþreyingu eða áhugamál. Segja má að í nýju verkamannahverfunum hafi ríkt frábrugðin stemming frá sveitaþorpunum þar sem sveitasamfélögin einkenndust af meiri samfélagskennd en hin nýju verkamannahverfi. Einnig reyndu stjórnvöld að koma í veg fyrir að verkafólkið héldi hátíðir í hverfunum eins og hafði tíðkast í sveitaþorpunum. Eftir árið 1850 fór almenn afþreying og frítími að færast í aukana með vexti milli stéttarinnar. Má þar nefna að mikill vöxtur var í fótbolta, krikket og tónlist svo dæmi séu tekin. Með tímanum og sérstaklega undir 19. öldinni varð til hin nýja millistétt í iðnarborgunum. Áður fyrr var í raun og veru bara hægt að tala um tvær stéttir. Annars vegar aðalsmenn sem höfðu fæðst inn í auðæfi og nutu mikilla forréttinda í samfélaginu og svo hins vegar verkalýðurinn sem lifði af við bág kjör og lág laun. Með hinum nýju iðnaðarborgum jukust hin svokölluðu “skrifstöfustörf” eins og bankastarfsmenn, lögfræðingar og kennarar. Þessi nýja vaxandi millistétt var stolt af því að taka ábyrgð á sjálfum sér og fjölskyldum sínum, þeir töldu að starfsárangur sinn væri einkum árangur erfiðis vinnu og þrautseigju.
Iðnbyltingin breytti samfélögum úr landbúnaðarhagkerfi yfir í framleiðsluhagkerfi, þar sem vörur voru framleiddar með vélum en ekki í höndunum.
Þetta leiddi til aukinnar framleiðslu og hagkvæmni, lægra verðs, fleiri vörur, betri laun og fólksflutninga úr dreifbýli til þéttbýlis. Fólk fór í fyrsta sinn að vinna fyrir fyrirtæki í þéttbýlum sem borguðu betri laun heldur en búskapur. [7]
Vélfræði iðnbyltingunnar
breytaÁrið 2020 kom út grein eftir þá Morgan Kelly, Joel Mokyr og Cormac Ó Gráda sem ber heitið Vélfræði Iðnbyltingunnar (The Mechanics of the Industrial Revolution). Greinin beinir sjónum sínum að mikilvægi vélrænnar færni og svæðisbundinnar sérhæfingar í velgengi iðnbyltingarinnar í Bretlandi. Greinin heldur því fram að velgengni Bretlands í iðnvæðingunni megi að stórum hluta rekja til ríkulegar vélrænnar kunnáttu sem var til staðar í Bretlandi, sérstaklega í málmsmíði og góðum svæðum sem gátu þróað þessa nýju kunnáttu. Höfundar greinarinnar nota gögn frá 18. og 19. öld til að sýna fram á að þessir þættir spáðu betur fyrir um velgengi iðnvæðingunnar heldur en almennt aðrir þættir sem hafa verið tengdir við iðnbyltinguna. Greinin leggur mikla áherslu á mikilvægi mannauðs á tímum iðnbyltingarinnar og leiðréttir algengar ranghugmyndir í tengslum við mannauð. Mokyr og félagar benda á að í dag sé góður mannauður tengdur við nám og læsi en það hafi ekki verið raunin á tímum iðnbyltingarinnar. Á tímum iðnbyltingarinnar var Bretland ekki leiðandi í formlegri menntun eða almennt góðri læsis kunnáttu. Í stað þess að mannauðurinn væri almennt vel menntaður lágu styrkleikar hans í handverksiðnaði, þó á tímum hafi þessi grunnkunnátta krafist læsis kunnáttu eða reiknings kunnáttu hafi styrkleikar mannauðsins aðallega byggst á verklegri reynslu. [8]
Greinin bendir einnig á að kolanámur Breta hafi spilað stóran þátt í ódýrri orku þeirra sem hafi leitt af sér einstakt úrval af margbrotnum járniðnaði. Úr járn iðnaðinum spruttu upp handverks meistarar á borð við úrsmiði og járnbræðslumenn en þessi þekking var ekki einungis eftirsótt í Bretlandi heldur um alla Evrópu. [8]
Klíómetría og iðnbyltingin
breytaHaupert leggur áherslu að á fyrri hluta iðnbyltingarinnar hafi verið stuðst við frásagnir með takmörkuðum megindlegum stuðningi. Hins vegar, þá hefur klíómetría kynnt sterkari áherslu á megindlegar vísbendingar sem gerði ráð fyrir nákvæmari mælingum á hagvexti og áhrifum iðnaðarbreytinga. Aðferðir eins og gagnsæ líkön og hagfræði gerði fræðimönnum kleift að endurmeta fyrri forsendur og prófa efnahagslegar tilgátur um iðnbyltinguna.[9]
Það reið yfir svæðisbundið efnahagslegt misræmi í Bretlandi á tímum iðnbyltingarinnar. Gögnin sýndu að iðnvæðing var ekki jafndreifð, ákveðin svæði með aðgang að lykil auðlindum og rótgróinni handverkskunnáttu upplifðu meiri vöxt. Í verkum Haupert’s er bent á rannsóknir sem veita innsýn í hvers vegna sum svæði iðnvæddust hraðar en önnur, sem undirstrikar staðbundinna aðstæðna eins og framboð vinnuafls, dreifingar auðlinda og atvinnugreina sem voru þá.[9]
Haupert fjallar um skoðanir á þróun iðnbyltingarinnar og sýnir hvernig fræðimenn fóru frá eigindlegum skilningi yfir í megindlegan skilning. Upphaflega beindust frásagnir að félagslegum áhrifum iðnaðarbreytinga með áherslu á erfiðleika og stéttaskiptingu. Síðar færðu fræðimenn eins og North og Mokyr áherslu á stofnanir, þekkingu og tækniframfarir sem aðal drifkrafta iðnaðarvaxtar. Kenningar hafa sveiflast á milli þess að leggja áherslu á tæknibyltingu (eins og gufuafl og vélvæðingu) og víðtækari félags- og efnahagslegum þáttum eins og stofnunum og mannauði. Klíómetríu nálgunin sameinar sögulegt samhengi og magnbundinni nákvæmni, það endurmótaði verulega hagsögu fræðimenn greindu iðnbyltinguna. Það kynnti ný gagnasöfn og hagfræðitækni til að kanna orsakasamhengi og greina breytur sem hafa áhrif á vöxt.[9]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Industrial Revolution“, Wikipedia (enska), 18. október 2024, sótt 3. nóvember 2024
- ↑ Caton, Hiram (1985). „The Preindustrial Economics of Adam Smith“. The Journal of Economic History. 45 (4): 833–853. ISSN 0022-0507.
- ↑ Parkin, M (2023). Macroeconomics. Pearson.
- ↑ Robert L. Heilbronner (1999). the worldly philosophers. Simon & Schuster. bls. 63-72. ISBN 978-0-684-86214-9.
- ↑ Encyclopedia Britannica. „The Industrial Revolution in Theory and in History“ (PDF). Encyclopedia Britannica, Inc. Sótt október 2024.
- ↑ "Hey Miss A World" (n.d). „Economic Theories of the Industrial Revolution“ (PDF). Weebly. Sótt október 2024.
- ↑ Encyclopaedia Britannica. (n.d.). The first Industrial Revolution. In Industrial Revolution. Sótt october 30. 2024. https://www.britannica.com/event/Industrial-Revolution/The-first-Industrial-Revolution
- ↑ 8,0 8,1 Mokyr, Joel (6. febrúar 2018). „The British Industrial Revolution“. doi:10.4324/9780429494567.
- ↑ 9,0 9,1 9,2 Haupert, Michael (17. júní 2019). „A brief history of cliometrics and the evolving view of the industrial revolution“. The European Journal of the History of Economic Thought. 26 (4): 738–774. doi:10.1080/09672567.2019.1630462. ISSN 0967-2567.