Auðlegð þjóðanna

„An Inquiry into the Nature and Causes of the Wealth of Nations“ betur þekkt sem „Auðlegð þjóðanna“ eru bækur sem komu út í sex pörtum eftir skoska siðspekinginn Adam Smith, oft kallaður faðir hagfræðinnar, sem gefin var út þann 9. mars 1776. Hann skrifaði bækurnar til þess að lýsa iðnvæddu kapítalísku kerfi sem var að breyta viðskiptum þjóða til hins verra.

Merkantílisminn hélt því fram að auður þjóðanna væri á enda kominn og að eina leiðin til að komast á rétt strik væri að safna gulli og tollvörum erlendis frá. Samkvæmt þessari kenningu ættu þjóðir að selja vörur sínar til annarra landa en kaupa ekkert í staðinn. Fyrirsjáanlega lentu lönd í lotum hefndartolla sem kæfðu alþjóðaviðskipti.

Meginatriði úr riti Adam Smith er að þörfin fyrir einstaklinga til þess að gæta sinna eigin hagsmuna leiðir til samfélagslegs ávinnings, í því sem þekkt er sem „Ósýnilega höndin“.[1]

Adam Smith hélt því fram að með því að gefa öllum frelsi til að framleiða og skiptast á vörum eins og þeir vildu og opna markaði fyrir innlendri og erlendri samkeppni, ásamt verkaskiptingu í hagkerfinu, myndi eiginhagsmunur fólks stuðla að meiri hagsæld en með ströngum reglum stjórnvalda sem kæfir markaðinn.

Adam Smith gagnrýnir hlutverk stjórnvalda í markaðsstarfi og telur að stjórnvöld ættu að gegna öðrum hlutverkum. Hann segir stjórnvöld eiga að einbeita sér að því að vernda landamæri, framfylgja lögum og að þau ættu að stunda opinber störf og nefnir hann menntun sem dæmi.[1]

Hann hélt því fram að þegar hækka þarf skatta í þessum tilgangi, þá ætti að hækka þá í hlutfalli við greiðslugetu fólks, það ætti að vera á ákveðnum taxtum frekar en handahófskennt, það ætti að vera auðvelt að borga og það ætti að miða að því að hafa sem lægstu afleiðingar. Stjórnvöld ættu að forðast skattlagningu á fjármagn, sem er nauðsynlegt fyrir framleiðni þjóðanna. Þar sem mest af útgjöldum þeirra er til núverandi neyslu, ættu þeir einnig að forðast að byggja upp miklar skuldir, með því að draga fjármagn frá framtíðarframleiðslu.[2] [3]

  1. 1,0 1,1 Adam Smith (2018). The Wealth of Nations.
  2. „The Wealth of Nations“. Adam Smith Institute (enska). Sótt 3. september 2021.
  3. GradeSaver. „The Wealth of Nations Summary | GradeSaver“. www.gradesaver.com (enska). Sótt 3. september 2021.