Orlando Jonathan Blanchard Copeland Bloom[1] (f. 13. janúar 1977) er enskur leikari. Hann fæddist í Canterbury á Englandi og á eina systur sem heitir Samantha Bloom. Fyrsta myndin sem hann lék í var árið 1997 í myndinni Wilde en hann lék lítið hlutverk í henni. Stærstu hlutverk hans voru í myndunum The Lord of the Rings og Pirates of the Caribbean.

Orlando Bloom
Bloom árið 2013
Fæddur
Orlando Jonathan Blanchard Copeland Bloom

13. janúar 1977 (1977-01-13) (47 ára)
Störf
  • Leikari
Ár virkur1994–í dag
Maki
Börn2

Hann var með leikonunni Kate Bosworth frá 2003 til 2006. Árið 2010 giftist hann áströlsku Victoria's Secret fyrirsætunni Miranda Kerr en þau enduðu sambandið í október 2013. Saman eiga þau soninn Flynn. Frá árinu 2016 hefur hann verið í sambandi með söngkonunni Katy Perry.

Tilvísanir breyta

  1. Bloom in Orlando Bloom on Katy Perry, never saying 'no' and being open. The Sunday Times (YouTube). England. Event occurs at 00:06. Afrit af uppruna á 14. desember 2021. Sótt 12. apríl 2020.

Tenglar breyta

   Þetta æviágrip sem tengist kvikmyndum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.