Ítalska
Ítalska er rómanskt mál talað af um 70 milljónum manna, sem flestir búa á Ítalíu. Nútíma-ítalska hefur myndast aðallega úr þeim mállýskum sem talaðar eru í Toskana. Á síðustu áratugum hafa áhrif Mílanó-mállýskunnar aukist mjög í ítölsku almennt.
Ítalska italiano | ||
---|---|---|
Málsvæði | Ítalía og 29 önnur lönd | |
Heimshluti | Suður-Evrópa | |
Fjöldi málhafa | 70 milljónir | |
Sæti | 21 | |
Ætt | indóevrópsk tungumál ítalísk tungumál | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Ítalía, Sviss, San Marínó, Slóvenía, Vatíkanið, Istría (Króatía) | |
Stýrt af | Accademia della Crusca | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | it
| |
ISO 639-2 | ita
| |
SIL | ITA
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Sögulegt yfirlit
breytaÞar sem ítölsku ríkin sameinuðust ekki í eitt ríki fyrr en 1861 hefur staða sameiginlegs máls á Ítalíuskaga verið mjög flókin og er svo enn. Stöðluð nútímaítalska er af þessum orsökum tiltölulega nýlegt mál. Enn eru fjölmargar mállýskur talaðar á Ítalíuskaganum, sem sumar hverjar (eins og til dæmis sardiníska) eru jafnólíkar staðlaðri ítölsku og íslenska er dönsku.
Elstu textar sem hægt er að kalla ítalska (til aðgreiningar frá alþýðulatínu) eru nokkrir lagatextar frá héraðinu Beneventum frá því u.þ.b. 960-963 e.Kr.
Það var þó fyrst með Hinum guðdómlega gleðileik eftir Dante Alighieri á 14. öld sem ítalska myndast sem sérstakt tungumál, aðskilið frá latínu og alþýðlegu talmáli. Dante notar þar mállýsku Toskana og blandar við ýmsar suður-ítalskar mállýskur, einkum sikileysku. Síðar tóku rithöfundar eins og Ludovico Ariosto og Alessandro Manzoni upp það ritmál sem Dante hafði þróað og notuðu í verkum sínum. Við það varð til það staðlaða ítalska ritmál sem notað er í dag. Það var þó í raun ekki fyrr en með útsendingum ítalska ríkissjónvarpsins (RAI) frá árinu 1954 að þessi toskanska mállýska náði almennri útbreiðslu sem talmál (sem „sjónvarpsítalska“).
Útbreiðsla í heiminum
breytaÍtalska er opinbert tungumál á Ítalíu og í San Marínó, og er að auki töluð í svissnesku kantónunum Ticino og Graubünden. Hún er einnig annað opinbert mál í Vatíkaninu og á króatísk-slóvenska skaganum Istríu sem tilheyrði Ítalíu á millistríðsárunum. Ítalska er einnig töluð af fjölmennum hópum innflytjenda í Lúxemborg, Bandaríkjunum, Venesúela, Brasilíu, Kanada, Argentínu og Ástralíu. Fjölmargir tala ítölsku í nærliggjandi löndum svo sem Albaníu og Möltu (þar sem ítalska var lengi opinbert mál). Það má einnig nefna að nokkuð stórir hópar eru enn ítölskumælandi í þeim löndum Afríku sem áður voru ítalskar nýlendur, það er Sómalíu, Líbýu og Erítreu. [heimild vantar]
Málfræðiágrip
breytaÍtölsk nafnorð eru annaðhvort karlkyns eða kvenkyns. Nafnorð sem enda á -o eru oftast karlkyns og nafnorð sem enda á -a eru oftast kvenkyns. Nafnorð sem enda á -e geta verið annaðhvort karl- eða kvenkyns. Nafnorð sem enda á -o og -e í eintölu taka endinguna -i í fleirtölu og kvenkyns nafnorð sem enda á -a taka á sama hátt endinguna -e. Lýsingarorð beygjast eftir kynjum og tölum en stigbeygjast ekki fyrir utan nokkur algeng óregluleg. Lýsingarorð stigbeigðust í latínu en þetta hefur þróast af í ítölsku og frönsku og ég held öllum vest-rómönsku málunum. Ef frumlag sagnorðs er fornafn er því (fornafninu) venjulega sleppt. Það er að segja að sagt er "Sono affamato" (Ég er svangur) en ekki "Io sono affamato". Í boðhætti er ekki um það að ræða að persónufornafni í nefnifalli sé skeytt við hins vegar eru persónufornöfn í aukaföllum skeitt við sagnorð og þá jafnvel fleirra en eitt þannig að - færðu mér það - verður skrifað sem eitt orð. Þérun eru mikið notuð í ítölsku en er mynduð með þriðju persónu en ekki fleirtölu.[1][2]
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Maurizio Tani, Hvaða tungumál tala Ítalir?, Málfríður. Tímaritið samtaka tungumálakennara á Íslandi, 2 (2012), bls. 16-18 og http://malfridur.ismennt.is/vor2012/vol-28-01-16-18_mt.htm Geymt 4 mars 2016 í Wayback Machine
- Berloco, Fabrizio (2018). „The Big Book of Italian Verbs: 900 Fully Conjugated Verbs in All Tenses. With IPA Transcription, 2nd Edition“. Lengu.
- Serianni, Luca; Castelvecchi, Alberto (1997). Italiano. Grammatica, sintassi, dubbi. Milan: Garzanti.
- Berruto, Gaetano (1987). Sociolinguistica dell'italiano contemporaneo. Roma: Carocci.