Rafbók er bók sem gerð er aðgengileg á stafrænu formi og samanstendur af texta og/eða myndum.

Amazon Kindle lesbretti

Rafbækur má lesa með meðal annars í borðtölvu, farsíma, snjalltöflu eða lestölvu. Rafbókum er hægt að hlaða niður frá rafbókaveitum á ýmsum vefsíðum og netverslunum eins og Amazon.com og iBookstore. Oftast eru rafbækur útgáfur prentaðra bóka, en rafbækur eru ekki endilega prentaðar líka. Helstu tæki sem eru notuð til að lesa rafbækur eru Amazon Kindle, Borders Kobo, Sony Reader og iPad.

Rafbækur geta verið með mismunandi skráarsniði; textaskrá, ritvinnsluskjal eða vefsíða. Algengustu skráarsnið rafbóka eru til PDF, ePub, Kindle og MobiPocket.

Rafbækur er hægt að fjölfalda, dæmi eru um þeim sé dreift án þess að rithöfundur eða útgefand fái greitt fyrir.

Fyrstu rafbækur voru gefnar út árið 1971 í Gutenberg-verkefninu. Verkefnið samanstendur af verkum ekki lengur undir höfundarréttarvörn og gerir notendum kleift að hlaða bækurnar niður ókeypis. Bækurnar frá Gutenburg fást í mismunandi skráarsniðum og þannig er hægt að lesa þær með flestum tækjum.[1]

Fyrstu bækur sem skrifaðar voru sérstaklega sem rafbækur voru fáar og snérust um takmörkuð efni fyrir sérstaka hópa, til dæmis voru margar þeirra tæknilegar handbækur sem fjölluðu um tölvunarfræði eða framleiðsluaðferðir. Við þróun internetsins á tíunda áratugnum varð miklu einfaldara að ná í rafbækur.

Rafbækur á Íslandi

breyta

Fyrsta íslenska rafbókin sem kom út var bókin Zen og listin um viðhald vélhjóla í þýðingu Sigurðar A. Magnússonar á vegum Eddu útgáfu árið 2010.[2] Árið 2011 var virðisaukaskattur á rafbækur lækkaður úr 25,5% í 7% og varð þar með sá sami og á venjulegum bókum.[3] Ári seinna, 2012, var rafbókamarkaðurinn aðeins agnarögn af íslenskum bókamarkaði.[4]

Heimildir

breyta
  1. „Project Gutenberg - free ebooks online download for iPad, Kindle, Nook, Android, iPhone, iPod Touch, Sony Reader“. Sótt 10. júní 2011.
  2. „Fyrsta íslenska rafbókin“. RÚV. 12. nóvember 2010.
  3. „Skattur á rafbækur og stafræna tónlist lækkar“. Viðskiptablaðið.
  4. „Rafbækur eru agnarögn af markaðnum“. RÚV. 29. nóvember 2012.

Tenglar

breyta

Greinar og umfjallanir

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.