Helluhraun á Hawaii

Helluhraun eru nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Hallmundarhraun og Eldhraun við Mývatn. Það síðarnefnda rann á árunum 1724 til 1729.

Við mikið hraunrennsli geta hraunrásir flutt kvikuna undir nýstorknað hraun. Við vissar aðstæður geta neðanjarðar hraunrásir tæmst og skilið eftir sig hella og traðir[1]. Dæmi um slíka hella eru Surtshellir (lengsti hellir Íslands), Víðgelmir og Raufarhólshellir.

Eitt og annaðBreyta

Tengt efniBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Guðfinna Ýr Sumarliðadóttir (29. september 2003). „Hvernig myndast hraunhellar?“. Vísindavefur Háskóla Íslands. Sótt 4. apríl 2012.