Helluhraun
Helluhraun eru nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast.
Myndun
breytaHelluhraun er búið til í eldgosum úr eldborgum, dyngjum[1] og gígaröðum. Hægt er að líkja Helluhraun við seig vökva þar sem það rennur fremur hratt, 5-20 km á klukkustund er algengur hraði. Hitastigið er í kringum 1120-1230°C[2].
A helluhraunum sem hafa náð að haldast þunnfljótandi allt þar til þau stöðvast hefur myndast tiltölulega slétt og samfelld deig skorpa, sem einangrar hraunið og því er útgeislunin ekki næg til að það kólni og verði of seigt. Undir því rennur hraunin heitt uns það nær jaðrinum. Svoleiðis myndast eins konar tær, eða koddar, í jaðri hraunsins þegar hraunið rífur gat á hann og smeygir sér í gegn. „Nýjar tær geta komið fram á milli eldri táa eða í þeim miðjum og þannig skríður hraunið fram, oft í nokkrum óreglulegum áföngum. Sé flæðið hraðara undir yfirborðinu og yfirborðið hálfstorknað geta einnig myndast svokölluð reipi ofan á hrauninu en þau myndast vegna núnings deigrar skorpunnar við fljótandi hraunbráðina.“[3]
Stærstu helluhraun
breytaEinstakir hraunstraumir geta farið yfir 100 km á lengd. Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Hallmundarhraun, Leitahraun, Elliðavogshraun og Eldhraun við Mývatn. Það síðastnefnda rann á árunum 1724 til 1729 á meðan Mývatnseldar stóðu yfir.
Basalt
breytaFlest helluhraun eru úr basalti (einkum ólívínþóleiíti). [2]
Hraunhellar og hrauntraðir
breytaVið mikið hraunrennsli geta hraunrásir flutt kvikuna undir nýstorknað hraun. Svo geta líka við vissar aðstæður neðanjarðar hraunrásir tæmst og skilið eftir sig hella og traðir[4]. Dæmi um slíka hella eru Surtshellir (lengsti hellir Íslands), Víðgelmir og Raufarhólshellir.
Helluhraun og apalhraun
breytaHelluhraun finnst oft í nálægt af gígunum „þó það kunni að breytast síðar í apalhrauni“ sem er seigara og úfið, „ áður en það stöðvast.“ [3] En svo getur líka farið að eldri kvika sé með breyttri efnasametningu er liður á hraungos. „Því eru til hraunbreiður þar sem hluti hraunsins, venjulega sá eldri, er með apalhraunsáferð en yngra hraunið er helluhraun.“[2] Þegar vísindamenn rannsóknuðu Holuhraun á meðan og eftir eldsumbrótin stóðu yfir í 2014-15, kom í ljós að hraunin skiptast á milli helluhraunssamsetningu og apalhraunssamsetningu ekki bara einu sinni en stundum margfalt.[5] Eldgosið við Fagradalsfjall 2021 sýndi einnig sömu hegðun varðandi samsetningu.
Eitt og annað
breyta- Vættir Íslands á skjaldarmerki Íslands standa á helluhrauni.
Tengt efni
breytaTenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík 2004, bls.104
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Ari Trausti Guðmundsson, Ragnar Th. Sigurðsson: Íslenskur jarðfræðilykill. Reykjavík 2004, bls.104-105
- ↑ 3,0 3,1 Daníel Páll Jónasson: Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða . BS ritgerð. Leiðbeinandi Ármann Höskuldsson. Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2012
- ↑ Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast hraunhellar? “ Vísindavefurinn, 29. september 2003. Sótt 14. ágúst 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3763.
- ↑ Pedersen, G. B. M., Höskuldsson, A., Dürig, T., Thordarson, T., Jónsdóttir, I.,Riishuus, M. S., Schmith, J. (2017). Lava field evolution and emplacement dynamics of the 2014–2015 basaltic fissure eruption at Holuhraun, Iceland.Journal of Volcanology and Geothermal Research, 340, 155-169. doi:https://doi.org/10.1016/j.jvolgeores.2017.02.027