Kīlauea
(Endurbeint frá Kilauea)
Kīlauea er eldvirk dyngja á Havaí-eyju og virkasta eldfjallið af þeim fimm sem eru á eyjunni (Mauna Kea og Mauna Loa þar á meðal). Kilauea á um 300.000-600.000 ára uppruna og kom upp úr hafinu fyrir um 100.000 árum.
Kīlauea | |
Halemaumau-gígurinn á toppi fjallsins. | |
Hæð | 1247 metrar yfir sjávarmáli |
Staðsetning | Havaí, Bandaríkin |
Fjallið er á suðurhluta eyjunnar og hefur gosið nánast samfleytt frá árinu 1983. Það hafa verið meira en 60 aðskilin gos frá árinu 1823 og telst því eldfjallið eitt það virkasta í heimi.
Kilauea er hluti af þjóðgarðinum Hawaiʻi Volcanoes National Park sem stofnaður var árið 1916.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kīlauea.