Hraunhellir

Thurston Lava Tube, Hawaii

Hraunhellar eru hraunrásir neðan yfirborðs jarðar sem aðallega finnast í helluhraunum þar sem efsta lag þunnfljótandi basaltkviku hefur storknað en bráðið hraunið haldið áfram að streyma í afmörkuðum farvegum undir yfirborðinu. Þegar eldgosið rénar sjatnar í þessum farvegum og eftir standa langir hellar. Dæmi um slíka hella eru Surtshellir, Stefánshellir, Víðgelmir og Raufarhólshellir. Til þess að teljast vera hellir er gjarnan við það miðað að holrýmið nái a.m.k. 10 metrum að lengd en annars talað um skúta eða hraunskúta.

Önnur holrými í hrauni sem oft eru einnig talin til hraunhella eru til dæmis gasbólur og gígarhellar líkt og Þríhnúkagígur í Bláfjöllum.

TenglarBreyta