Haukur Heiðar Hauksson

Íslenskur knattspyrnumaður

Haukur Heiðar Hauksson er íslenskur atvinnumaður í knattspyrnu sem að spilar sem varnarmaður fyrir sænska liðið AIK.

Haukur Heiðar Hauksson
Upplýsingar
Fullt nafn Haukur Heiðar Hauksson
Fæðingardagur 1. september 1991
Fæðingarstaður    Akureyri, Ísland
Hæð 1.87cm
Leikstaða Hægri Bakvörður
Núverandi lið
Núverandi lið Fáni Svíþjóðar AIK
Númer 2
Yngriflokkaferill
KA
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2008-2011 Fáni Íslands KA 80 (6)
2012-2014 Fáni Íslands KR 52 (3)
2015- Fáni Svíþjóðar AIK 28 (1)
Landsliðsferill2
2008-09
2012
2015-
Ísland U-19
Ísland U-21
Ísland
7 (0)
1 (0)
5 (0)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært 26. apríl 2016.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
26. apríl 2016.

Haukur Heiðar hóf knattspyrnuferilinn sinn hjá uppeldisfélagi sínu KA þaðan hélt hann svo til KR árið 2011.

Með KR varð Haukur Heiðar íslandsmeistari 2013 og bikarmeistari árin 2012 og 2014.

Knattspyrnuferill

breyta

2008-11: KA

breyta

Haukur Heiðar spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik 24. febrúar 2008 í Lengjubikarnum gegn Fram.[1] Haukur Heiðar var þá 16 ára. Ári áður hafði Haukur verið á reynslu hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn Rovers en ekkert varð úr samningi við þá.[2] Haukur Heiðar vann sér fljótt sæti í byrjunarliðinu hjá KA tímabilið 2008 sem hægri bakvörður. Hann spilaði alla 19 af 22 leikjum liðsins í 1. deildinni þar af 18 í byrjunarliðinu ásamt því að byrja báða leiki liðsins í VISA-bikarnum. Á lokahófi KA að tímabili loknu var Haukur Heiðar valin efnilegasti leikmaður liðsins.[3]

Haukur var á sínum stað í hægri bakverðinum hjá KA á tímabilinu 2009. Haukur fór vel af stað í 1. deildinni og var í liði umferða 1-11 hjá Fótbolti.net.[4] Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið 7. ágúst 2009 í deildarleik gegn Fjarðabyggð.[5] Að tímabili loknu var Haukur Heiðar valin besti leikmaður tímabilsins hjá KA auk þess að vera valin í lið ársins hjá Fótbolti.net.[6][7] Í nóvember sama ár skrifaði Haukur svo undir nýjan tveggja ára samning við KA.[8]

KA liðinu gekk brösulega í deildinni tímabilið 2010 og endaði í 9. sæti. Haukur Heiðar var þó á sínum stað í byrjunarliðinu og skoraði sitt annað deildarmark fyrir félagið í heimaleik gegn Leiknir R. þann 28. ágúst 2010.[9] Á lokahófi KA 2010 var Haukur Heiðar valin efnilegasti leikmaður liðsins öðru sinni.[10]

Fyrir tímabilið 2011 var Haukur Heiðar gerður að fyrirliða KA. Haukur spilaði glimrandi vel fyrir KA liðið, spilaði 28 af 31 leik liðsins og skoraði heil 5 mörk þar á meðal tvær tvennur í deildinni gegn Þrótti R. og Víkingi Ó.[11][12] Haukur var í lok tímabilsins valin leikmaður ársins hjá KA í annað sinn þrátt fyrir ungan aldur.[13] Hann var einnig í liði ársins í 1. deildinni hjá Fótbolti.net í annað sinn.[14] Strax að móti loknu var ljóst að Haukur Heiðar myndi yfirgefa KA og var KR líklegasti áfangastaðurinn.[15]

2012-14: KR

breyta

Haukur Heiðar gekk til liðs við KR 20. október 2011 á þriggja ára samningi og var úthlutað treyju númer 3.[16] Haukur byrjaði vel hjá nýja félaginu og spilaði sinn fyrsta keppnisleik fyrir liðið gegn Fram 23. febrúar 2012 í Lengjubikarnum.[17] Hann varð svo Lengjubikarmeistari 2012 með liðinu þann 28. apríl eftir 1-0 sigur á Fram.[18] Haukur hafði byrjað alla leikina í keppninni í hægri bakverðinum. KR sigraði FH í meistarakeppni KSÍ 2-0 þann 1. maí og var Haukur Heiðar í byrjunarliðinu.[19] Haukur Heiðar var inn og út úr liði KR megnið af sumrinu. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið þegar að hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu gegn Selfoss 16. júní[20] og spilaði sinn fyrsta evrópuleik 24. júlí í seinni leiknum gegn finnska liðinu HJK Helsinki í undankeppninni fyrir meistaradeildina sem að tapaðist 2-1.[21] KR tryggði sér bikarmeistaratitilinn þann 18. ágúst með 2-1 sigri á Stjörnunni, Haukur var ónotaður varamaður í leiknum en hafði spilað alla leikina fram að úrslitaleiknum.[22] Haukur gekkst undir aðgerð á hné í september 2012 og missti af síðustu fimm umferðum íslandsmótsins.[23]

Vegna meiðsla missti Haukur Heiðar af byrjun tímabilsins 2013. Hann sneri til baka í byrjunarliðið 30. maí í 3-1 bikarsigri á Grindavík.[24] Restina af sumrinu var Haukur Heiðar hægri bakvörður númer eitt hjá KR-ingum sem enduðu sumarið á því að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í næst seinustu umferðinni þann 22. september.[25] Haukur spilaði 23 leiki í öllum keppnum keppnistímabilið 2013 og skoraði 1 mark.

Haukur Heiðar var á sínum stað í hægri bakverðinum hjá KR tímabilið 2014. Hann vann Meistarkeppni KSÍ í annað sinn með KR þann 27. apríl eftir 2-0 sigur á Fram.[26] Haukur fékk að líta sitt fyrsta rauða spjald í efstu deild þann 12. maí þegar að KR lá gegn FH 1-0 í deildinni. Haukur hafði rifið niður Atla Guðnason sem að var að sleppa í gegn og fékk að líta sitt annað gula spjald.[27] Þrátt fyrir góða spilamennsku Hauks þá gekk KR-ingum illa að verja íslandsmeistaratitilinn. Liðinu gekk þó mun betur í Borgunarbikarnum, fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem að liðið sigraði lið Keflavíkur 2-1.[28] Haukur byrjaði alla leiki liðsins í keppninni. Haukur byrjaði báða leiki KR liðsins í undankeppni meistaradeildarinnar gegn skoska stórliðinu Celtic. KR tapaði báðum leikjunum og einvíginu samanlagt 5-0.[29] Haukur Heiðar spilaði 38 af 39 leikjum liðsins á tímabilinu og skoraði í þeim 1 mark. Hann var valin í úrvalslið Fótbolti.net að móti loknu ásamt því að vera valin leikmaður ársins hjá KR ásamt Gary John Martin.[30][31]

2015-: AIK

breyta

Haukur Heiðar skrifaði undir fjögurra ára samning við sænska liðið AIK þann 24. nóvember 2014.[32] Haukur spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið þann 21. febrúar 2015 í sænska bikarnum.[33] Hann varð fljótt fastamaður í byrjunarliðinu og spilaði 23 leiki af 30 í deildinni þar sem að liðið var í toppbaráttunni en missteig sig á endanum og hafnaði í 3. sæti. Haukur spilaði sinn fyrsta evrópuleik fyrir AIK 2. júlí í 2-2 jafntefli gegn finnska liðinu VPS[34] Haukur spilaði 4 af 6 leikjum liðsins í keppninni, en þeir duttu út í þriðju umferð undankeppninnar gegn gríska liðinu Atromitos.[35]

Þann 28. febrúar 2016 opnaði Haukur markareikning sinn hjá AIK þegar að hann skoraði þriðja mark liðsins í 6-0 sigri gegn Tenhults í sænska bikarnum.[36]

Landsliðsferill

breyta

2008-09: U-19

breyta

Haukur Heiðar var fyrst kallaður í U-19 ára landslið Íslands fyrir æfingamót í Tékklandi í ágúst 2008. Þar spilaði hann sinn fyrsta leik þegar að hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leik gegn Tékklandi.[37] Hann var einnig í hópnum sem að tók þátt í undankeppninni fyrir EM U-19 2010.[38] Haukur á í heildina 7 leiki fyrir U-19 ára lið Íslands.

2012: U-21

breyta

Haukur Heiðar á að baki einn leik fyrir U-21 lið Íslands. Sá kom 5. júní 2012 í undankeppninni fyrir EM U-21 2013.[39]

2015-: A landslið

breyta

Haukur var valin í landsliðshópinn fyrir vináttuleiki gegn Kanada í janúar 2015.[40] Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir A landsliðið þegar að hann var í byrjunarliðinu í fyrri leiknum gegn Kanada þann 19. janúar.[41]

Tölfræði

breyta

Félagslið

breyta

Tölfræði uppfærð 26. april 2016.[42][43][44]

Tímabil Lið Deild Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk Leikir Mörk
Ísland Deild Borgunarbikarinn Lengjubikarinn Meistarakeppni KSÍ Evrópa Heild
2008 KA 1. deild 19 0 2 0 3 0 25 0
2009 22 1 3 0 5 0 30 1
2010 19 1 4 1 7 0 30 2
2011 20 4 2 1 6 0 28 5
2012 KR Úrvalsdeild 15 1 4 0 10 1 0 1 0 31 1
2013 16 1 4 0 0 0 0 0 3 0 23 1
2014 21 1 5 0 9 0 1 0 2 0 38 1
Ísland Heild 132 9 24 2 40 0 2 0 6 0 205 11
Svíþjóð Deild Svenska Cupen Svenska Supercupen Annað Evrópa Heild
2015 AIK Allsvenskan 23 0 3 0 0 4 0 30 0
2016 5 1 4 2 0 0 0 9 3
Svíþjóð Heild 28 1 7 2 0 0 0 0 4 0 39 3
Leikjaferill Heild 160 10 31 4 40 0 2 0 10 0 244 14

Landslið

breyta

Tölfræði uppfærð 27. mars 2016[45]

A landslið
Ár Leikir Mörk
2015 3 0
2016 3 0

Verðlaun

breyta

Félagslið

breyta

KR

  • Íslandsmeistari (1): 2013
  • Bikarmeistari (2) : 2012, 2014
  • Meistarakeppni KSÍ (2): 2012, 2014

Tilvísanir

breyta
  1. „Lengjubikar karla - A deild R3“. KSÍ. Sótt 25. mars 2016.
  2. „Þrír leikmenn KA á reynslu hjá Blackburn Rovers“. Fótbolti.net. Sótt 25. mars 2016.
  3. „Lokahóf hjá Fylki, Tindastól og KV“. Fótbolti.net. Sótt 25. mars 2016.
  4. „Lið umferða 1-11 í fyrstu deild karla“. Fótbolti.net. Sótt 25. mars 2016.
  5. „1. deild karla - Fjarðabyggð - KA 0-3“. KSÍ. Sótt 25. mars 2016.
  6. „Lokahóf hjá FH, Haukum, KA, Leikni, KB og Skallagrími“. Fótbolti.net. Sótt 25. mars 2016.
  7. „Lið ársins í 1.deild 2009“. Fótbolti.net. Sótt 25. mars 2016.
  8. „HAUKUR HEIÐAR FRAMLENGIR TIL 2012“. Knattspyrnufélag Akureyrar. Sótt 25. mars 2016.
  9. „1. deild karla - KA - Leiknir R. 2-2“. KSÍ. Sótt 25. mars 2016.
  10. „Lokahóf KA“. Fótbolti.net. Sótt 25. mars 2016.
  11. „1. deild karla - KA - Þróttur R. 4-1“. KSÍ. Sótt 25. mars 2016.
  12. „1. deild karla - KA - Víkingur Ó. 4-3“. KSÍ. Sótt 25. mars 2016.
  13. „Haukur Heiðar leikmaður ársins“. Knattspyrnufélag Akureyrar. Sótt 25. mars 2016.
  14. „Lið ársins í 1. deildinni 2011“. Fótbolti.net. Sótt 25. mars 2016.
  15. „Haukur Heiðar að ganga í raðir KR“. Fótbolti.net. Sótt 25. mars 2016.
  16. „Haukur Heiðar til KR“. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Sótt 26. mars 2016.[óvirkur tengill]
  17. „Lengjubikar karla - A deild R1 - KR - Fram 1-2“. KSÍ. Sótt 26. mars 2016.
  18. „Þorsteinn Már tryggði KR sigur í úrslitum Lengjubikarsins“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  19. „Tvöföldu meistararnir bættu meistarabikar í safnið“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  20. „Haukur Heiðar: Það var enginn að dekka mig“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  21. „Meistaradeild UEFA 2012/13“. KSÍ. Sótt 26. mars 2016.
  22. „KR bikarmeistari“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  23. „Kjartan Henry og Haukur Heiðar frá út tímabilið eftir aðgerð“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  24. „Borgunarbikar karla - KR - Grindavík 3-1“. KSÍ. Sótt 26. mars 2016.
  25. „KR-ingar kláruðu dæmið á Hlíðarenda“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  26. „Meistarakeppni karla 2014“. KSÍ. Sótt 26. mars 2016.
  27. „Áfram halda ógöngur KR í Laugardal“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  28. „Kjartan Henry tryggði KR bikarmeistaratitilinn“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  29. „Meistaradeild UEFA - undankeppni“. KSÍ. Sótt 26. mars 2016.
  30. „Úrvalslið ársins: Fjórir úr Stjörnuliðinu“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  31. „Best og efnilegust“. Knattspyrnufélag Reykjavíkur. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júní 2016. Sótt 26. mars 2016.
  32. „Haukur Heiðar til AIK (Staðfest)“. Fótbolti.net. Sótt 26. mars 2016.
  33. „Svenska Cupen - AIK 4 - 0 Landkrona BoIS“. SvFF. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. mars 2016. Sótt 26. mars 2016.
  34. „UEFA Europa League - VPS-AIK“. UEFA. Sótt 26. mars 2016.
  35. „UEFA Europa League - Atromitos-AIK“. UEFA. Sótt 26. mars 2016.
  36. „Haukur opnaði markareikninginn: Skoraði með maganum“. Fótbolti.net. Sótt 27. mars 2016.
  37. „U19 karla - Tékklandsmót A riðill“. KSÍ. Sótt 27. mars 2016.[óvirkur tengill]
  38. „U19 ára landsliðshópurinn sem fer til Bosníu“. Fótbolti.net. Sótt 27. mars 2016.
  39. „U21 karla - EM 13 riðlakeppni“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. október 2016. Sótt 27. mars 2016.
  40. „Landsliðshópurinn gegn Kanada - Sex nýliðar“. Fótbolti.net. Sótt 27. mars 2016.
  41. „A karla - VL 2015 - Kanada - Ísland 1-1“. KSÍ. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. nóvember 2015. Sótt 27. mars 2016.
  42. „Haukur Heiðar Hauksson“. KSÍ. Sótt 25. mars 2016.
  43. „Haukur Hauksson“. Soccerway. Sótt 26. mars 2016.[óvirkur tengill]
  44. „Haukur Heidar Hauksson“. elitefootball. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2018. Sótt 27. mars 2016.
  45. „Haukur Heiðar Hauksson“. KSÍ. Sótt 26. mars 2016.