Hamrahverfi
Hamrahverfi er eitt af níu íbúahverfum Grafarvogs í Reykjavík. Hverfið er einn hringur sem nefnist Lokinhamar, en svo ganga 16 aðrar götur út frá honum.
Þær nefnast: Bláhamrar, Dverghamrar, Dyrhamrar, Geithamrar, Gerðhamrar, Hesthamrar, Hlaðhamrar, Krosshamrar, Leiðhamrar, Neshamrar, Salthamrar, Sporhamrar, Stakkhamrar, Svarthamrar, Vegghamrar og Rauðhamrar.