RVK Studios
RVK Studios er íslenskt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki. Framkvæmdastjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins er Baltasar Kormákur. Aðrir lykilaðilar í fyrirtækinu eru Agnes Johansen, Sigurjón Kjartansson og Magnús Viðar Sigurðsson. Fyrirtækið framleiðir aðallega íslenskar dramakvikmyndir og sjónvarpsþætti.[1]
RVK Studios hefur framleitt kvikmyndirnar Vargur, Adrift, Eiðurinn, Everest, Brúðguminn, Mýrin, Djúpið, Fúsi og 101 Reykjavík og einnig sjónvarpsþættina Ófærð, Ófærð 2, Allir geta dansað, Ísland Got Talent, Katla, Borgarstjórinn og Hulli.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „About Rvk STUDIOS“. RVK Studios (bandarísk enska). Sótt 10. apríl 2019.
- ↑ „Production“. RVK Studios (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2019. Sótt 10. apríl 2019.