Egilshöll er 24.000 fermetra íþrótta-, tónleika- og kvikmyndahöll í Grafarvogi, Reykjavík. Hún geymir 10.800 fermetra knattspyrnusal, auk skautahallar og skotævingarsvæðis. Skautahöll hennar er heimavöllur Ísknattleiksfélagsins Bjarnarins.[1]

Egilshöll árið 2007.

Fyrstu tónleikar í Egilshöll voru með Metallica 4. júlí 2004. 18 þúsund miðar seldust á tónleikana og upphitunarhljómsveitir voru Brain Police og Mínus.[2] Sumarið 2005 var knattspyrnusalur Egilshallarinnar nýttur í fimm stórtónleika; Placido Domingo 14. mars,[3] Iron Maiden 7. júní með 10.000 áhorfendur[4] og loks tónlistarhátíðin Reykjavík Rocks. Reykjavík Rocks samanstóð af tónleikum Duran Duran 30. júní með 12 þúsund gestum[5] og tónleikum Foo Fighters og Queens of the Stone Age 5. júlí.[6]

Í mars 2010 gerðu Sambíóin samning um leigu á kvikmyndarhúsi Egilshallarinnar til 30 ára.[7]

Tónleikar breyta

Listamaður Dagsetning Fjöldi
Metallica 4. júní 2004 18.000
Plácido Domingo 14. mars 2005 5.000
Iron Maiden 7. júní 2005 10.000
Duran Duran 30. júní 2005 11.000
Foo Fighters & Queens of the Stone Age 5. júlí 2006 ?
Roger Waters 12. júní 2006 15.000

Sjá einnig breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Um egilshöll“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. ágúst 2012. Sótt 25. júlí 2011.
  2. Tveir fingur upp Morgunblaðið
  3. Umferðarteppa við Egilshöll Morgunblaðið
  4. Tónleikar Iron Maden Geymt 13 apríl 2012 í Wayback Machine Lögreglan
  5. Duran Duran Reykjavík Grapevine
  6. Reykjavík rokkar 2005 Morgunblaðið
  7. Sambíóin í Egilshöll Morgunblaðið