Geirsnef
Geirsnef er eyri sem stendur milli eystri og vestari Elliðaár vestan við Gelgjutanga og austan við Ártúnsholt.
Geirsnef varð fyrst til sem uppfylling á náttúrulegum óseyrum Elliðaár, en hafist var við uppfyllingu í borgarstjórnartíð Geirs Hallgrímssonar. Geirsnef átti í upphafi að fá annað nafn, en það virðist nú fallið í gleymsku, því nafnið Geirsnef festist fljótlega við uppfyllinguna vegna þess að það þótti minna í lögun á mikið og tígulegt arnarnef borgarstjóra.
Á Geirsnefi var eftir aldamótin 2000 sett upp hundagerði.
