Frisbígolf eða folf er íþrótt sem fer fram á svipaðan hátt og venjulegt golf, en í stað golfkylfa og golfbolta nota leikmenn svifdiska (frisbídiska). Þessi íþrótt varð til á áttunda áratug 20. aldar og á það sameiginlegt með venjulegu golfi að reynt er að ljúka hverri braut í sem fæstum köstum.

Frisbígolfari púttar í körfu.

Frisbídisknum er kastað frá teigsvæði í átt að skotmarki. Markið getur verið mismunandi en oftast er um að ræða sérsmíðaðar körfur sem grípa diskinn. Leikmenn taka hvert kast frá þeim stað þar sem síðasti diskur lenti. Lendingarstaðurinn er merktur með sérstöku merki (litlum diski eða öðrum golfdiski) og ekki má stíga fram fyrir merkið þegar kastað er að nýju. Hæðir, hólar, tré og fleira sem finna má út um allan völlinn eru leikmönnum áskorun og hindrun í tilraunum þeirra við að koma disknum í körfuna. Loks endar „púttið“ í körfunni og þeirri holu er þá lokið.

Leikhlutar

breyta
 
Kastað frá teig á frisbígolfvelli í Yyteri, Finnlandi.

Diskar

breyta
 
Mismunandi diskar.

Golfdiskar eru að jafnaði minni og þyngri en hefðbundnir svifdiskar sem ætlunin er að grípa. Diskarnir eru venjulega milli 150 og 180 grömm að þyngd og 8-9 tommur (20-23cm) í þvermál. Þeir skiptast í drævera, púttera og miðlungsdiska. Dræverar eru þyngstir og drífa lengst, miðlungsdiskar eru nákvæmari en dræverar en drífa styttra og pútterar eru léttastir og nákvæmastir en jafnframt hægastir. Diskarnir eru líka ólíkir hvað varðar form, grip, sveigjanleika og endingu.

Upphaflega voru mörkin í frisbígolfi svert járnrör yfir öðru járnröri sem glumdi í þegar diskurinn lenti á þeim. Árið 1975 hannaði Ed Headrick körfuna sem er algengasta markið í dag. Hún er með keðjum og körfu fyrir neðan til að grípa diskinn. Flötin er allt svæðið innan 10 metra frá marki. Þar er bannað að stökkva til að fylgja eftir skoti.

Teigar

breyta

Teigar eru afmörkuð svæði, yfirleitt 6x8fet (2x2,5m) að stærð, sem marka upphaf hverrar brautar. Þeir þurfa að gefa stöðugt undirlag fyrir fyrsta kastið. Teigar eru gerðir úr þjappaðri mold eða möl, timbri, steypu eða gúmmímottum.

Á Íslandi

breyta

Íþróttin hefur notið sívaxandi vinsælda á Íslandi. Árið 2019 voru 53 vellir á landinu sem þýddi flesta velli miðað við höfðatölu. [1] Íslenska frisbígolfsamband er íþróttasamband sem skipuleggur velli og mót.

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. The most disc golf courses per capitaUdisc