Grímsfjall

Fjall á Vatnajökli

Grímsfjall er fjall í vestanverðum Vatnajökli innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Fjallið er í raun sunnanverður barmur öskju eldstöðvarinnar Grímsvötn. Á fjallinu eru tindarnir Eystri og Vestari Svíahnúkur. Er sá eystri hærri (1722 m.). Hæst nær fjallið 1725 metrum.

Grímsfjall
Hæð1.725 metri
LandÍsland
SveitarfélagSkaftárhreppur, Sveitarfélagið Hornafjörður
breyta upplýsingum
Grímsfjall og Grímsvötn af gervihnattamynd Nasa.

Jöklarannsóknafélag Íslands rekur þrjá skála á fjallinu. [1]. Fyrsti skálinn var byggður árið 1957, annar árið 1987 og loks lítið hús með eldsneyti og kamar árið 1994. [2] Skálarnir eru bækistöð rannsóknaleiðangra og ferðamanna. Eru þar einnig mælitæki til að mæla jarðskjálfta og eldvirkni. [3]

Ekki er vitað hvaðan nafnið á fjallinu kemur. [4]

Tilvísanir

breyta
  1. Grímsfjall Geymt 6 apríl 2017 í Wayback MachineJöklarannsóknafélag Íslands. Skoðað 22. maí, 2018
  2. Grímsfjall. Geymt 18 október 2014 í Wayback Machine Nat.is, skoðað 22. maí, 2018.
  3. Grímsvötn. Geymt 25 september 2019 í Wayback Machine Vatnajökulsþjóðgarður. Skoðað 22. maí, 2018.
  4. Hvaðan kemur heitið á Grímsvötnum og Grímsfjalli? Vísindavefur. Skoðað 22. maí 2018.