Magnús Tumi Guðmundsson
íslenskur jarðfræðingur
Magnús Tumi Guðmundsson (fæddur 1961) er íslenskur jarðfræðingur og prófessor í jarðeðlisfræði í Háskóla Íslands. Magnús lærði jarðeðlisfræði í London.
Magnús er fjórði í röðinni af fimm systkinum og er Már Guðmundsson, fyrrum seðlabankastjóri bróðir hans. Magnús er fjallgöngumaður og hefur verið formaður Íslenska Alpaklúbbsins og er núverandi formaður Jöklarannsóknarfélagsins. Hann skrifaði bókina Fjallamennska í samvinnu við Ara Trausta Guðmundsson veturinn 1981-1982.