Þjóðlagaþungarokk
Þjóðlagaþungarokk er eitt af mörgum formum þungarokks sem á upptök sín í byrjun tíunda áratugarins en þungarokk hafði vaxið í vinsældum sérstaklega á níunda áratugnum. Breska þungarokkshljómsveitin Skyclad er almennt tengd við upphaf þjóðlagaþungarokks en notkun þeirra á hljóðfærum sem einkenna þjóðlagatónlist þótti nýstárleg og ruddi veginn fyrir ótalmargar hljómsveitir sem fylgdu þar á eftir. Þar sem þjóðlagatónlist er ólík eftir því hvaða menningu hún er sprottin úr, skipast stefnan í nokkra undirflokka: Með þeim helstu eru sjóræningjaþungarokk, víkingaþungarokk, austurlandaþungarokk, heiðingjaþungarokk og keltaþungarokk.
Þjóðlagamálmur | |
---|---|
Uppruni | Í byrjun tíunda áratugarins í Evrópu |
Hljóðfæri | Gítar, bassi,trommur og ýmís þjóðlagahljóðfæri |
Tengdar stefnur | |
Svartmálmur, melódískt dauðarokk, þjóðlagatónlist |
Einkenni
breytaÞjóðlagaþungarokk styðst utan hefðbundinna rokkhljóðfæra, rafmagnsgítar, trommur og bassi við hljóðfæri sem eru rótgróin í menningu ýmsa þjóða t.d fiðlur, allskonar flautur og sekkjapípur. Söngurinn er með ýmsum máta, hefðbundinn, melódískur eða öfgakenndur.
Hugmyndafræði þjóðlagaþungarokks einkennist stundum af karlmennsku og þjóðernishyggju. Af og til má sjá áhrif frá þjóðernishyggju-sósíalistum renna inn í tónlistarstefnuna gegnum svartmálmshljómsveitir sem aðhyllast slíka hugmyndafræði. Sumar hljómsveitir hafa neyðst til þess að afneita kynþáttahyggju opinberlega. Heiðin tákn hafa þá valdið misskilningi meðal fólks.
Upphaf
breytaBreska hljómsveitin Skyclad var brautryðjandi stefnunnar og var hún stofnuð árið 1990. Hún innlimaði og þjóðleg hljóðfæri inn í þungarokk. Fyrsta plata þeirra The Wayward Sons of Mother Earth kom út árið 1991 og fékk hún góðar móttökur frá bæði aðdáendum og fjölmiðlum.[1] Það kom mörgum á óvart þegar Skyclad gaf út fyrstu plötuna sína því þeir ákváðu að nota rafmagnaða fiðlu sem enginn hefði vogað sér að gera áður.
Í dag eru margar hljómsveitir sem spila þjóðlagþungarokk og eru tónleikahátíðir á borð við Heathen Fest, Noctis Valkyres og Paganfest haldnar árlega. Vinsældir geirans eru mestar á meginlandi Evrópu.
Undirflokkar
breytaÞjóðlagatónlist er í eðli sínu fjölbreytt enda hefur hún náin tengsl við menningu og sögu hverrar þjóðar fyrir sig. Ýmis hljóðfæri eru nærrum því eingöngu bundin við ákveðna menningarheima. Þar af leiðandi hefur myndast þörf til þess að skipta þjóðlagaþungarokki í undirflokka til þess að gera betur grein fyrir ólíkum einkennum stefnunnar.
Keltamálmur
breytaKeltneskt þungarokk á rætur sínar að rekja til þeirra landa sem búa að einhverju leyti yfir keltneskri menningu t.d. Bretlandeyjar, Frakkland, Spánn, Sviss og Þýskaland, en á síðustu árum hefur þessi tónlistastefna breiðst út á heimsvísu.[2]
Keltneskt þungarokk hófst með írsku sveitinni Cruachan. Markmið þeirra var að blanda saman írskri tónlistararfleið, keltneskri sögu og goðafræði Tolkiens við svart- og dauðamálm. Þeir gáfu sjálfir út fyrstu plötu sína, Tuatha Na Gael, árið 1995.[3]
Víkingamálmur
breytaVíkingaþungarokk, eitt annað afsprengi þjóðlagamálms, kom til sögunnar þegar ýmsar hljómsveitir hófu að blanda þjóðlagahljóðfærum við hefðbundið þungarokk.
Í ársbyrjun 1990 ruddi sænska hljómsveitin Bathory brautina fyrir víkingamálm þegar hún ákváð að bæta inn flautum, hreinum söng ásamt þungarokkssöng við tónlistina sína. Fyrstu plöturnar þeirra einkenndust af svartamálmi en hinsvegar þegar þeir gáfu út plötuna Hammerheart (1990) þá varð tónlistin töluvert melódískari en hún áður hafði verið. Sú plata er talin vera upphafið af víkingaþungarokki en textarnir í plötunni lýsa því hvernig skandínavískir menn voru neyddir til þess að taka við kristni á miðöldum.[4]
Víkingaþungarokk sækir innblástur sinn til norrænnar heiðni og goðafræði. Meðal þekktra sveita er hin sænska Amon Amarth.
Dæmi um íslenska hljómsveit sem fellur í þennan undirflokk er Skálmöld. Hljómsveitin spilar melódískt þungarokk og sækir innblástur í norræna goðafræði. Textarnir eru ortir með hefðbundinni bragfræði af bassaleikari hljómsveitarinnar Snæbirni Ragnarssyni.
Árið 2012 kom út fyrsta plata Skálmaldar, Baldur, en lögin segja frá sögu víkings sem missir allt sem honum er kært. Umfjöllunarefni sveitarinnar er í þjóðlegum stíl og leiksviðið er Ísland til forna, norrænar goðsagnaverur og víkingar.
Færeyska sveitin Týr hefur gerið sér gott orð í víkingaþungarokki með sinni melódískri nálgun.
Sjóræningjamálmur
breytaSjóræningjamálmur er undir áhrifum þjóðlaga en getur líka verið í formi pönks-, þrass, dauða- eða kraftmálms.[5] Sjóræningjaþungarokk fær ímynd sína frá fantasíusjóræningjum sem fyrirfinnast í kvikmyndum, bókmenntum og þjóðsögum. Sjóræningjaþungarokk er hins vegar ekki nýtt af nálinni heldur teygir hann sig aftur í tímann, til þýsku powermetal-hljómsveitarinnar Running Wild sem gaf út plötuna sína Under Jolly Roger árið 1987.[6]
Hljómsveitin Alestorm, sem áður hét Battleheart, er með þeim þekktari hljómsveitum sem spila sjóræningjaþungarokk.
Heiðingja– og austurlandaþungarokk o.fl.
breytaHeiðingjaþungarokk er náskylt víkingamálmi og epískum svartmálmi. Hljómsveitir sem falla undir slíka skilgreiningu hafa oftast bæði þjóðernislegan og svartmálmshljóm sem einkennist af valhoppandi takti og hráslagalegum tóni. Þó svo að ekki sé hægt að segja að heiðingjaþungarokk búi yfir einhverjum sérstökum hljóm, þá má segja að notkun hljóðfæra sem algeng eru í þjóðlögum séu tíð. Órafmagnaðir gítarar eru sérstaklega áberandi.[7] Folkearth er þekkt hljómsveit á sviði trúarmálms er hljómsveitin sækir innblástur til norrænnar trúar. Hljómsveitin blandar saman þungarokki og melódískum hljómi þjóðlaga hljóðfæra. Hljómsveitin Orphaned Land er einnig þekkt fyrir að spila þungarokk með miðausturlenskum og áhrifum. Þeir hófu að blanda saman arabískri og gyðingatónlist við þjóðlagaþungarokk sem þeir seinna meir gerðu að undirgrein þjóðlagaþungarokks og nefndu það austurlandaþungarokk (e. oriental metal).
Indverska veitin Bloodywood blandar saman rappþungarokki og indverskum melódíum og hljóðfærum. The Hu frá Mongólíu blandar mongólskum barkasöng við þungarokk. Sveitin Alien Weaponry frá Nýja-Sjálandi blandar menningu og tungumáli Maóra við eins konar groove-metal.
Listi yfir þjóðlagaþungarokkssveitir og þungarokkshljómsveitir með þjóðlagaáhrif
breyta- Agalloch (BNA)
- Alestorm (Skot.)
- Alien Weaponry (Nýja Sj.)
- Amorphis (Fin.)
- Arkona (Rús.)
- Bloodywood (Ind.)
- Cruachan (Írl.)
- Eluveitie (Svi.)
- Ensiferum (Fin.)
- Enslaved (Nor.)
- Falconer (Sví.)
- Falkenbach (Þýs.)
- Finntroll (Fin.)
- In Extremo (Þýs.)
- Korpiklaani (Fin.)
- Lumsk (Nor.)
- Mägo de Oz (Spá.)
- Metsatöll (Eist.)
- Moonsorrow (Fin.)
- Myrath (Tún.)
- Orphaned Land (Ísr.)
- Skálmöld (Ísl.)
- Skyclad (Eng.)
- Subway to Sally (Þýs.)
- Suidakra (Þýs.)
- The Hu (Mon.)
- Týr (Fær)
- Ulver (Nor.)
- Vintersorg (Sví.)
- Waylander (Írl.)
- Wintersun (Fin.)
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ http://www.metalstorm.net/bands/biography.php?band_id=323&bandname=Skyclad
- ↑ http://rateyourmusic.com/genre/Celtic+Metal/
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. júní 2013. Sótt 12. mars 2013.
- ↑ http://www.allmusic.com/album/hammerheart-mw0000312318
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. október 2011. Sótt 12. mars 2013.
- ↑ http://www.guardian.co.uk/music/musicblog/2009/aug/03/scene-and-heard-pirate-metal
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. mars 2013. Sótt 12. mars 2013.