Alien Weaponry
Alien Weaponry er nýsjálensk þungarokkssveit sem stofnuð var í Auckland árið 2010. Hljómsveitin er þríeyki og eru allir meðlimir með Maóría-uppruna. Sveitin var stofnuð af bræðrunum Henry Te Reiwhati de Jong og Lewis Raharuhi de Jong sem eru hálf-hollenskir og hálf-maórí. Þeir voru 8 og 10 ára við stofnun sveitarinnar.[1][2] Þeir hlutu styrk til að taka upp efni árið 2015. Síðan 2018 hefur sveitin farið á tónleikaferðir til Norður-Ameríku og Evrópu.
Sveitin blandar þrassi, groove-metal og jaðarþungarokki. Textar eru á maórísku og ensku.
Meðlimir
breyta- Henry de Jong – Trommur og bakraddir (2010–)
- Lewis de Jong – Söngur og gítar (2010–)
- Tūranga Morgan-Edmonds – Bassi og bakraddir (2020–)
Fyrrum meðlimir
breyta- Wyatt Channings – bassi, bakraddir (2012)
- Ethan Trembath – bassi, bakraddir (2013–2020)
Plötur
breyta- Tū (2018)
- Tangaroa (2021)
Tilvísanir
breyta- ↑ Sandra Bogart (31. desember 2013). „Talented Waipu kids form band: Alien Weaponry“. Northern Advocate. Sótt 23. september 2020 – gegnum The New Zealand Herald.
- ↑ Jodi Bryant (18. september 2020). „Māori Language Week: Whangārei heavy metal band Alien Weaponry release concert video“. Northern Advocate. Sótt 23. september 2020 – gegnum The New Zealand Herald.
Heimildir
breyta- Matt Mills (28. september 2021). „'Racism is rampant': Alien Weaponry, the metal band standing up for Māori culture“. The Guardian. Sótt 21. nóvember 2024.