Týr (hljómsveit)
Týr er þungarokkshljómsveit frá Færeyjum. Hún var stofnuð í Janúar 1998 af Færeyingum sem bjuggu í Kaupmannahöfn.[1] Þeir skrifuðu undir samning við austurríska plötuútgáfuna Napalm Records 2006. Hljómsveitin tók þátt í þýsku rokktónlistarhátíðinni Ragnarök 2007 og 2009.[2][3] og hefur spilað á mörgum þungarokkshátíðum síðan.
Týr | |
---|---|
Upplýsingar | |
Uppruni | Kaupmannahöfn, Danmörku |
Ár | Janúar 1998 – í dag |
Stefnur | Þungarokk, þjóðlagaþungarokk, framsækið þungarokk |
Útgefandi | Napalm Records |
Meðlimir | Heri Joensen Attila Vörös Gunnar H. Thomsen Tadeusz Rieckmann |
Fyrri meðlimir | Pól Arni Holm Allan Streymoy Jón Joensen Ottó P. Arnarson Kári Streymoy Terji Skibenæs |
Týr hefur spilað á Íslandi nokkrum sinnum. Til dæmis kom hljómsveitin til Íslands þann 3. október 2008 og var með tónleika á Græna hattinum, Nasa og Hellinum.[4] Lag þeirra, Ormurinn langi naut mikilla vinsælda 2002 og fyrsta breiðskífan How far to Asgaard seldist í 3.000 eintökum hér á landi.[5]
Breiðskífur breyta
- How Far to Asgaard (2002)
- Eric the Red (2003)
- Ragnarok (breiðskífa)|Ragnarok (2006)
- Land (breiðskífa)|Land (2008)
- By the Light of the Northern Star (2009)
- The Lay Of Thrym (2011)
- Valkyrja (2013)
- Hel (2019)
- Battle Ballads (2024)
Smáskífur breyta
- Demo (2000)
- Ólavur Riddararós (2002)
Heimildir breyta
- ↑ Týr MetalArchives
- ↑ Ragnarök Festival 2007
- ↑ Ragnarök Festival 2009
- ↑ Týr með orminn langa á leiðinni til landsins Vísir.is
- ↑ Ekki vandamál að tala saman Morgunblaðið