Þrass (enska: Thrash) er tónlistarstefna og ein undirgrein þungarokksins. Þrass einkennist af mjög hröðum takti og hörku. Textarnir einkennast oftar en ekki af félagslegri ádeilu og andúð á nútíma ríkisvaldi og þykja þeir beinskeyttir. Sögulega séð eru stærstu Þrasshljómsveitirnar Metallica, Megadeth, Anthrax og Slayer vegna áhrifa þeirra á stefnuna á 9. áratug 20. aldar, oft kallaðar "Risarnir fjórir" (The Big Four).

Testament er thrashmetal sveit frá Kaliforníu.
Slayer árið 2007

Tónlistarstefnan þróaðist í byrjun 9. áratugarins og var undir áhrifum meðal annars frá harðkjarnapönki og bresku nýbylgjuþungarokki (Judas Priest, Iron Maiden, Motörhead o.fl.).[1] Öflugar tónlistarsenur mynduðust á austurströnd og vesturströnd Bandaríkjanna en einnig í löndum eins og Þýskalandi og Brasilíu.

Einn hápunkta senunnar er talinn vera The Clash of the Titans tónleikaferðalagið (1990–1991), þar sem Megadeth, Slayer og Anthrax spiluðu saman. Tuttugu árum seinna komu þessar hljómsveitir aftur saman ásamt Metallica og fóru á tónleikaferðalag sem Risarnir fjórir. Stefnan fór í hálfgerðan dvala eftir 1991 en í upphafi árþúsundsins 2000 fór tónlistarstefnan að vakna upp á ný; nýjar hljómsveitir komu fram og gamlar hljómsveitir sóttu að endurvekja fyrri stíl. Afleiddar stefnur urðu til eins og dauðaþrass.

Þrass hafði aftur á móti áhrif á bæði dauðarokk og svartþungarokk.

Listi yfir hljómveitir sem hafa haft þrass í tónlist sinniBreyta

TilvísanirBreyta

   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Thrash metal Allmusic, skoðað 23. september, 2016.